Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1919, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.04.1919, Qupperneq 6
30 SKINFAXI anna, og þó var kaupmaður í Kaupm,- höfn tekinn fyrir þegar hann seldi tvinnahnetur á 12 krónur, sem hahn hafði gefið 1,80 fyrir, — og ekki alls fyrir mörgum árum var kvartað undan þvi, að svo laklega og lélega væri vönd- uð útgerð skipanna, að líkast því væri, að útgerðarmenn mætu ekki meira mannslíf en þorskdauða. En hér er nú orðin á alger breyting — með lögum þó. Eitt ananð dæmi úr ranglætisskuggan- um. Hann dr. Guðm. Einnbogason segir einhversstaðar frá því, þegar hann var vinnumaður cða kaupamaður fyrir nokkrum árum, fóru þeir með ull á inörgum hestum í kaupstað, er hús- hóndi þeirra átti, er var ríkur maður. peir hreptu vond veður á leiðinni og urðu að fara yfir vatnsföll svo ullin var orðin bæði blaut og óhrein, er þeir komu með hana í kaupstaðinn. Ullin var tekin fullu verði, — því bóndinn var ríkur — og látin i heljarstóran poka. pá kom þar líka fátækur maður, með nokkuð að tárhreinni, þurri og fanna- hvítri ull. Hann fékk ekki meira fyrir hreinu ullina sína, og hún var látin i sama pokann. Að ekki brann alt upp, sem í pokanum var, segir G., þakka eg ullarlagði fátæklingsins. — Síðan ,er hann mér ímynd þess réttlætis, sem heldur heiminum við. Frh. Ðngmennafélagiö „Bráin“ það telur starfssvæði sitt sveitirnar tvær — Hvítársíðu og Hálsasveit. — Stefna þess hefir haldjst óbreytt frá byrjun; tilgangurinn m. a. sá, „að vekja og glæða félagsanda og samheldni í sveitum þeim, er það starfar í.“ pað vill b r ú a milli einstaklinganna. Og að hinu leytinu er brúin á Hvitá eitt helsta tilveruskilyrði félagsins, þar sem félagssvæðið liggur beggja megin ár- innar. — Félagið gekk i U. M. F. í. 1911 og i U. M. S. B. þegar það samband var stofnað. Árið 1909 bygði félagið fundahús sitt. pað er gert af steinsteypu, 9x5% m. að stærð. Á félagið það nú skuld- laust. Ilúsið er bygt hjá Stóra-Ási; er það jafnframt þinghús Hálshreppinga. Gaf eigandi og ábúandi jarðarinnar all- stóra landspildu umhverfis húsið. Er hún æfieign félagsins, cn gengur í eign jarðeiganda, hætti félagið starfi. Ári síðar gerði félagið sér s u n d- 1 a u g. Stærðin sem næst 28 X 9 m. Framveggur og önnur hlið eru stein- steypt. Á aðra lilið bergveggur; tekur hann allhátt yfir vatnsflötinn og verður steypt sér af honum í laugina. Frá því laugin var gerð hafa sundnámsskeið verið háð þar árlega (undanskilið árið 1916; þá heftar samgöngur sökum mis- linga). Hafa þau verið allvel sótt, og sum — einkum þau fyrstu — ágætlega. Nokkurn hug hefir félagið liaft á skógrækt. Var fyrst hugsað um trjáreit á landeign félagsins við húsið,en horfið frá því sökum þess, að bletturinn þótti illa fallinn til trjáræktar að dómi sérfróðra manna. Fékk þá félagið skógi- vaxinn reit á öðrum stað — nálægt Gils- bakka, -— er hann eign félagsins á sama hátt og landeignin við húsið. Hann er nú girtur og grisjaður. Hugmyndin sú, að flytja þangað aðfengnar trjátegund- ir. Verður byrjað á þvi svo l'ljótt sem unt er. — Annars er sú skoðun ríkjandi í félaginu, að heima á heimilunum beri cinkum að vinna fyrir skógræktina. En eins og nú standa sakir er það örð- ugt mjög. pví líkir rcitir óviða til; bíða enda breyttrar húsaskipunar — allvíða.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.