Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 3
SKINFAXI 59 Mesta vandamál nngmennafélaganna. Eftir Jónas Þorbergsson. Nú mun einhverjum ef til virðast, að hér sé um byltingu að ræða, sem geti orðið stór hættuleg. En þegar vel er að gáð, sést að svo er ekki. Hér er gert ráð fyrir skipulagsbreytingu á ung- mennafél., en ekki farið fram á, að grundvelli þeirra sé raskað, þó endur- skoðun stefnuslcrárinnar geti verið æskileg. Merkilegasta breytingin er sú, að U. M. F. í. breytist í „Samband Framfarafél. Islands,“ og þó mun það ekki hafa í l'ör með sér stórvægilega breytingu á starfsgrundvelli Sambands- ins, cins og það er nú. Enn fremur geta risið upp mótbárur og hrakspár í þessu máli, bygðar á trú- leysi manna. Eg get hugsað mér því haldið fram, að með þessu verði ung- mennafélögumun kollvarpað. pau logn- ist lit af, ef framkvæmdamönnunum og þróttmestu mönnunum sé kipt burtu. Eg trúi því ekki, því það mundi sanna, að við erum að verða hugsanasnauð þjóð, aurasjúkar sálir og okkar eigin þrælar og böðlar. Eg veit, að til gcta verið menn, scm aldrei hafa átt neinar æskuhug- sjónir. Eg veit, að til eru menn, sem ekki skilja hugsjónalíf æskumannanna, og það menn, sem liafa sjálfir lifað því lífi í sinni æslcu. peim finst allir draumórar og skýjaborgir unglinganna fálm og fum og vitleysa. peir gera þær kröfur, að tvítugur maður hagi sér eins og maður með hálfrar aldar lífsreynslu að baki. í þvi er falin togstreitan milli hinna eldri og yngri, að hvorugir skilja hina. En ætli nokkur maður með heil- brigðri skynsemi neiti þvi, að til séu manni í augum uppi, að liugsjónir, hugsjónir? Liggur það ekki hverjum mismunandi skynsamlegar, mismun- andi djarfar og öfgafullar, hafa lcgið til grundvalla fyrir öllu menningarstarfi mannkynsins fram á þennan dag? Eru þær ekki það meginafl, sem hefir um- skapað heiminn og tekið efni og orku í sína þjónustu? Æskuhugsjónirnar eru hreinastar og göfgastar alh’a hugsjóna. pær eru óflekkaðar af eiginhagsmuna- hvötum einstaklinganna. Ríkar og göfugar hugsjónir æskumannsins boða okkur afkastamikið og þjóðnýtt líf þess, sem á, eins og fagurt forspil fer á und- an tilþrifamiklu lagi. pað má því segja, að hugsjónirnar séu lífslind þjóðarinnar. Uppspretta hennar er í æskulýðnum. peirri upp- sprettu þarf að halda hreinni og lifandi. Og það er hlutverk ungmennafélag- anna. Okkur þarf að verða það ljóst, hversu æsluilýður landsins cr mikils virði. I honum býr frjómagnið til hins kom- andi menningarlífs þjóðarinnar. pað skiftir því ekki litlu máli, hvernig með hann er farið á uppvaxtarárunum. pað er skylda okkar, að vernda hann fyrir áhrifum fjárhyggjunnar, sem nú er að gagntaka þcssa þjóð, og getur blindað henni útsýn í allar áttir sannrar menn- ingar. Við þurfum að búa svo um hnúta, að þegar stundir líða fram, verði krónan ekki þjóðinni verðmælir allra hluta. pegar hin uppvaxandi lcynslóð verða aldraðir menn, áður en l'ullorðinsárun- um er náð, þá er framfaraskeið þjóðar- innar á þrotum. í mars, 1919. Jónas porbergsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.