Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 6
62 SKINFAXI þá jafnmikið eða meira útliald. En þá er hann lika óviðráðanlegur fyrir þann scm eingöngu verður að treysta þoli sinu, og vinnur þá auðvitað. Enda er það og réttmætt, því í kappleikjum á sá betri eða besti að vinna. Tamningin lýtur þvi langmest að þvi, að gera manninn sem þolnastan og þrautseigastan; en flýtirnum má samt ekki gleyma. þolhlauparinn ætti að byrja æfingar síðari part vetrar. Áður en byrjað er á æfingum, einkanlega ef æft er undir einhvern ákveðinn kapp- lcik, er sjálfsagt að láta læknir skoða sig, þvi verið getur, að af einhverri á- stæðu þoli iþróttam. ekki þá æfingu, sem þessi hlaup heimta, jafnvel þótt maðurinn haldi sig heilbrigðan. — Hlaupalagið er dálítið frábrugðið mið- lungsvegalengdunum. Skrefinu eru tek- in fremur stutt, og — með æfingunni — tíð; við og við má lengja skrefin og hægja þá svolítið „taktinn“, og reyna að gera það þannig, að likaminn hvilist við. Likamanum er haldið líkt og eg tók fram í kaflanum um miðlungsvegal., nema enn slappari, og lausum við allan spenning, einkanlega verður að gæta þessa með axlir, handleggi og hendur. það kemur oft fyrir, þegar hlaupið er hart, að handleggirnir dofna, eða maður fær rig í öxlina; en mjög oft stafar þetta af þvi, að handleggirnir eru ekki nógu „lausir“. pcgar fóturinn tekur jörðina, kemur tábergið fyrst við, en þegar lík- aminn er beint upp yfir fætinum, snert- ir hælinn sem snöggvast mjög laust jörðina, lyftist svo strax frá aftur, við áframhald skrefsins, og síðasta við- spyrnan er frá táberginu og tánum. í byrjun eru Iilaupnar með þægilegum hraða vegalengdir frá 2000—5000 m., síðar er hlaupin lengd, upp í 5000— 10000 m„ og jafnvel alt að 15000—20000 m., en svo langt er örsjaldan hlaupið. Annars er gott að breyta sem mest til um vegalengdir, til þess að venjast ekki á einhvern vissan takt, eins og vél, þvi maður á þá alt af vont með að herða nokkuð á sér. Gott er að hlaupa einstaka daga 400—800 m. sprettti, til þess að halda við og þroska liinn náttúrlega spretthraða hlauparans. Áríðandi er, að taka ekki nærri sér, nema þegar lilaupið er móti tíma, en það á elcki að gerasl oftar en 1 sinni í viku, eftir 3—4 mán- aða æfingu. Að eins ein vegalengd er hlaupin á hverjum degi, nema sprett- hlaupsdaga, og mest hugsað um það, að hlaupa sér sem hægast, í hlutfalli við hraðann, — ná „laginu“ sem bestu. Önd- unin sé sem eðlilegust. -— Tvo fyrstu mánuðina er hlaupið að eins 3 í viku, hina 3 dagana er gengið í 1—3 kl.tíma. Sjöundi dagurinn er hvíldardagur. — Göngunum er hagað þannig, að gengið er eitlhvað eftir vegi eða víðavangi, — fremur þó vegi, — þar sem gott loft og næði er að fá. Ef mögulegt cr, ætti að velja staði, sem eru fagrir og marg- breyttir að náttúru, svo að hugurinn bindist ekki of mikið við sjálfa æfing- una, þvi gangurinn á að vera eðlilegur og óþvingaður. Eins verður samt að gæta; að skifta um gang þannig, að stundum séu notuð löng, sveiflandi skref, stundum stutt og skörp. Öndunin djúp og óþvinguð, og ekki gengið svo hart, að maður mæðist. — pegar farið er að æfa fimm sinnum vikulcga, leggj- ast göngurnar niður, og um leið cru ldaupavegalengdirnar styttar dálítið og hraðinn minkaður fyrst í stað, en siðar er þetta hvorttveggja aukið aftur. — Hlaup á víðavangi eru ágæt æfing undir þolhlaup; úthaldið eykst mjög mikið, en aftur á móti hafa þau slæm áhrif á flýtirinn, ætli þvi að æfa styttri vegal. lika, ef þannig er æft. (Framh.) Ó. Sv.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.