Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 8
64 SKINFAXI allir, sem ganga í bindindi, ætla sér að lialda or'ð sín, og þótt það bregðist einu sinni, er vert a'ð reyna aftur, ef það er gert mcð einlægum v i 1 j a til að standa og detta ekki. Nú er það í lög- um okkar, að fleiri en þrjú brot varða brottrekstri, þess vcgna óska eg eftir, að ef einhver brýtur oftar en þrisvar, þá segi hann sig úr flokknum á næsta að- alfundi. í mínum augum er það eina ástæðan, sem þess er verð, að yfirgefa flokkinn — skíðabrekkuna — hennar vegna. Sigurgeir Friðriksson. Félagsmál. Leiðrétting. Kvæði „Til U. M. F. um áramótin“, í 2. tbl. þ. á., leiðrétlist þannig: 1. visa, 2. ljóðlína: í stað „líður“ komi „biður“. — 5. vísa, síðasta ljóð- lína falli burt, en í stað þcss komi: „lifs- ins skilja Bjarkamál.“ Skýrslur hafa komið frá U. M. F. Möðruvalla- sóknar og U. M. F. Skjöldur i Arnai*- firði. i Tóbaksbindindi. Tóbaksbindindisflokkarnir eru beðn- ir að senda greinargerð um störf sín og meðlima fjölda til Steindórs Björnsson- ar kennara, Grettisg. 10, í Reykjavik. Miðfjarðar-Skeggi. I fyrravetur var stofnað Ung- mennafélag norður í Miðfirði. það er skipað áhugasömum ungmennum. Ekki er það enn komið í neitt samband, vegna þcss, að ekkert héraðssamband cr meðal ungmennafélaga í Vestur- SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Ycrð: 2 krónur. — Ojiilddugi fyrir 1. júlí Ritstjóri: Jón Kjartansson, Skálholtsstig 7. Póslhólf 51G. Húnavatnssýslu. Gæti það annaðhvort starfað í sambandi við Dalamenn eða Austur-Húnvetninga fyrst um sinn. En vonandi tekst þvi smátt og smátt að ncma land fyrir hreyfinguna út frá sér. Og margt bendir til þess, að ekki líði langt um uns allur þorri æskunnar i sveitunum fylkir sér um hugsjónir okkar. Handavinnunámskeið fyrir telpur, 14 ára og yngri, hélt U. M. F. Siglufjarðar i vetur; stóð það alls sjö vikur. Er látið af því hið besta. — Treysta forstöðumcnn því, að þeir, er sóttu, eyði í iðjuleysi færri tómstund- um en ella hefði orðið. Ársritið. Nokkuð er enn til óselt af Ársritinu og ættu mcnn sem fyrst að skrifa sig fyrir þvi. það fæst Iivergi jafn ódýrt. Skinfaxi vill einnig benda á, að enn en noklcuð til óselt af forlagsbókum bans: J?j óðfélagsfræðin ........á kr. 2.00 Heimleiðis....................... 1.00 Skógræktarritið ........... - — 0.75 Ritgerð um U. M. í............... 0.50 Nýju skólarnir ensku ....------0.50 „Mesta vandamálið“. Skinfaxi vcrður að geta þess, að hann er að sumu leyti mjög á öðru máli en br. Jónas J?orbergsson, um núverandi ástand og framtíð ungmennafélaganna. Alhugasemd um það kemur í luæsla blaði. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.