Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 7
SKINFAXI 63 Tóbaksbindinði. Ræða flutt á aðalfundi Tóbaksbindindis- flokks U. M. F. „Eflingar“ 24. júní 1917. Eg cr nú samt hræddur um, að hug- sjónaleysið valdi nokkru u m óþarfa- nautirnar. Sumir, sem fara að neyta á- fengis af því þeir lialda, að það veiti sér aukna ánægju, hugsa sem svo: „Varla endist lengur líf, en litlir aur- ar.“ En þcgar svo er leitað til þeirra um fjárframlög til þarflegra fyrirtækja, þá er féð ekki til. — Búið að eyða því fyrir tóbak. petta er staðreynd, eg gæti nefnt dæmi, ef vildi. Aldraður maður, sem eytt hefir all- miklu fé fyrir tóbak, hefir gefið okkur það heilræði, að neyta aldrei tóhaks, en verja í þess stað árlega svo sem 25 krónum lil einhvers þarflegs fyrirtæk- is, sem gefur, ef ekki beinan arð, þá að minsta kosti óbeinan gróða, i þeirri þægilegu meðvitund, að hafa á þann hátt orðið að liði. Hann þykist nú sjá, að skemtilegra væri, að lita yfir það, sem liðið er af æfinni, hefði tó- baksskattinum verið varið til þarflcgra fyrirtækja. Fyrir okkur er nú næst skólaslofnun sú, sem rætt hefir verið um hér í ung- mennafélagiriu. I stað þess, að spilla sjálfum okkur með tóbaki, og öðrum með illu eftirdæmi, ættum við að verja ofurlítilli fjárhæð árlega til að rækta, menta og bæta fólkið í héraðinu, með því að styðja skólastofnunina. Mundi það ekki veita meiri ánægju, þegar við á gamals aldri lítum yfir liðna æfi. Eg ætla ckki að vera stórtækur, en 10 kr. á ári hefi eg liugsað mér að leggja í skóla- sjóðinn, á meðan eg er í tóbaksbindindi. Vona eg og óska, að fleiri geri slíkt hið sama. Ef til vill verða orð mín tekin svo, að eg sé óvinur nautna og lifsgleði, en slikt væri hinn mesti misskilningur. pegar eiturnautnunum er hafnað, þá verða göfugu og hollu nautnirnar eftir. pá er eftir „lífsnautnin frjóa: alefling andans og atliöfn þörf.“ Eg vildi að æfi- skeið allra manna gæti orðið ein óslitin nautnalceðja, en mér dylst ekki, að eitt aðalskilyrði þess, að svo geti orðið, er að forðast eiturnautnir. í þriðja lagi höfum við gengið i bind- indi til þess, að æfa okkur í orðheldni, en hún er ein af nauðsynlegustu dygð- unum í mannlegu félagi. það hefir ver- ið sagt um einhverja í þessum flokki, að þeir brjóti bindindið. Eg veit ekki, hvort það er satt. Eg vona, að það sé ekki satt. Eg veit að þetta getur komið fyrir, en eg vil ekki reyna að snuðra það uppi, þótt það væri ef til vill hægðarleikur, því að þeir, sem koma öðrum til að brjóta bindindið, gera það venjulega til þess að segja frá því á eflir, og hæla sér af þvi. En ef einhver hryti bindindið, væri drenglega gert af honum að segja formanni flokksins frá því. Eg sem for- maður mundi dæma það vægt, því eg lít svo á, að bindindið sé æfing i orð- heldni á svipaðan hátt og það er æfing að renna sér á skíðum i nokkuð brattri brekku. pað getur komið fyrir, að menn detti og meiði sig, en venjulega verður það til góðs. pað gerir menn færari til að standa. pað gerir mcnn sjálfstæð- ari. Og þótt menn detti einu sinni, er reynandi að renna sér aftur, en ef menn detta sífelt i sömu brekkunni, er það ó- tviræð bending um að brekkan sé of brött, og drengurinn þurfi að æfa sig í auðveldari brekku fyrst. pað er leiðin- legt, að þurfa að detla í þeirri brekku, þar sem aðrir geta vel slaðið. pað er sárt að geta ekki haldið orð sín, þegar svo margir aðrir geta það. Finst ykkur það ekki? Eg er sannfærður um, að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.