Skinfaxi - 01.08.1919, Blaðsíða 2
58
SKINFAXI
Söfnin láta oft prenta bréf, sem þau
senda foreldrum þeirra barna, sem
sækja til safnanna. ]?ar er starfseminni
og tilganginum lýst og óskað eftir sam-
vinnu foreldranna. — Bókaverðirnir
gangast og stundum fyrir foreldra-
fundum, þar sem fjallað er um barna-
bækur og allar hliðar þessarar starf-
semi. Um jólaleytið gefa söfnin vana-
lega út skrá um hentugar bækur til
jólagjafa. Á fæðingardag Washingtons
Stundum eru prentuð og hengd upp til
sýnis í barnadeildunum auglýsinga-
spjöld með myndum og útdrætti úr ný-
útgefnum bókum. Stundum lesa gæslu-
stúlkurnar uppbátt fyrir börnin eða
segja þeim sögur og æfintýri. Er víða
ætluð til þess ein stund í viku, og leggja
bókaverðir mikla alúð við frásögnina,
enda þykir sá þáttur i bókasafnsstarf-
inu mikilvægur og áhrifamikill. Geta
þeir einir gert sér í hugarlund, hversu
slíkt getur örvað lestrarlöngun og fróð-
leiksfýsn barna yfirleitt, sem átt hafa
góða „ömmu“, er vel befir kunnað frá
sögum að segja. Með frásögnum sinum
geta bókaverðirnir vakið löngun barn-
anna til að lesa um lifnaðarhætti Indi-
ána, hreysti og herkænsku Napóleons
og Washingtons eða snild Demosþeness,
Shakespeare’s og Snorra, sem þau befðu
annars ef til vill farið á mis við. Stund-
um stofna börnin, með aðstoð gæslu-
stúlknanna, einskonar „lestrarfclög“,
sem bafa það fyrir markmið, að lesa um
og kynnast einhverjum sérstökum at-
burði eða efni, á tilteknum tíma. Getur
bver og einn séð, liversu slík fræðslu-
starfsemi er rúmgóð og frjálslynd og
hvernig hún stuðlar að sjálfmentun og
sjálfstæðum þroska þcirra bæfileika og
gáfna, sem hver og einn á ríkastar hvat-
ir til. parna er engin ströng skipun um
orðrétt utanbókarnám torskilinna „á-
gripa“, ekki verið að troða í menn
„kverum“, útblásnum af samanþjöpp-
uðum og vafasömum kenningum.
Aðgangur að söfnunum er bvarvetna
ókeypis fyrir börnin. Notkunarreglur
fáar, en þeim er stranglega fylgt. pau
eiga að vanda framkomu sína, og tcmja
sér prúðmensku i hvívetna. Nauðsyn-
legum hx-einlætisreglum er stranglega
fylgt og mikil stund lögð á, að temja
börnunum góða meðferð á bókum og
öðrum eignum safnsins.
Getur nokkur hugsað sér yndislegri
sjón, en að líta inn í eina slíka barna-
lesstofu á vetrarkveldi, með öllu því,
sem þar getur að lita: ljósagrúanum og
eldi á arni, lifandi plöntum, myndum,
bókum og starfandi börnum? Hvar sem
litið er, við borðin, skápana, kringum
bólcavörðinn, sitjandi flötum beinum á
gólfinu — allstaðar sitja þau og standa
rjóð og ánægjuleg yfir lestri æfintýra,
sagna og ljóða, eða myndabókunum.
Hvar mundu þau ala manninn þessa
stund, ef borgarana hefði brostið
manndóm, til þess að koma upp þess-
um gróðrarslöðvum?
* * *
Hvernig er varið heimilisaganum á
íslandi? Hafa breyskar hvatir barnanna
þar yfirhöndina? Hvað gerir svo þjóð-
félagið til að þess að taka að sér og
hafa siðbætandi ábrif á þá unglinga,
sem taumlaust stjórnleysið á heimilun-
um sleppir út á götuna? Gatan er leik-
völlur flestra barna í Reykjavík, þar
sem þau eru limlest mörg á missei'i, og
Alþýðulestrarlél. er styrkt árl. úr bæj-
arsjóði með e i n u m c y r i á m a n n.