Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1919, Síða 5

Skinfaxi - 01.09.1919, Síða 5
SKINFAXI 69 býlis og gerðu þá að frjálsum mönn- um. Um ræktarsemi til ættjarðarinnar nægir að benda á eitt dæmi, af ótal mörgum, frá fyrri tímum. — ]?á er „Gunnar vildi heldur bíða hel, en horf- inn vera af fósturjarðarströndum“ eða Einar pveræingur, hann mat meira frelsi ættjarðarinnar heldur en liylli er- lenda þjóðhöfðingjans. — Trygð for- feðranna við fornan átrúnað. — Fast- lieldni þjóðarinnar frá landnámstíð við íslenska tungu — þrátt fyrir undirokun, kúgun og innlimunartilraunir sterkari þjóðar. — Yfir höfuð að tala, ræktar- semi þjóðfélagsins og einstaklinganna er talandi vottur um það, á hvaða þroskastigi þjóðfélagið stendur, — og nægir að benda á það í sögu vorri, að þá er yfirgengi höfðingja og svilc, voru sem mest, glataði þjóð vor sjálfstæði sínu, og varð svo þar á eftir að bæta fyrir mcð margra alda kúgun, valda- girni, metorðagirni og ræktarleysi þeirra, sem með völdin fóru og fremst stóðu í þjóðfélaginu. Marga mæta menn hefir fámenna þjóðin okkar átt, sem hafa varið öll- um bestu kröftum sínum til viðreisn- ar þjóðerninu bæði út á við og innbyrð- is. — Yrði of langt að telja nöfn þeirra hér, enda hverjum manni svo kunn starfsemi þeirra, sem annars nokkuð hugsa um það, livað hver einstakling- ur leysir af hendi í þarfir félagsheildar- innar. pó má benda á þá Fjölnismenn, sem áttu drjúgan þátt í endurreisn íslenskr- ar tungu, er var mjög á glapstigu kom- in — Jóns Sigurðssonar, sem best barð- ist fyrir sjálfstæði voru, — Skúla Magnússon, sem alt lagði í sölurnar til að auka vehnegun þjóðarinnar og brjóta einokunarhlekkina, — Eggert Ólafsson og Björn Halldórsson o. fl., sem bentu þjóðinni innbyrðis á að nota það sem best, sem landið gæfi af sér, og að það gæti orðið til meiri nytsemd- ar landsmönnum ef þeir vildu sjálfir. — Allir þessir menn, og margir fleiri, voru langt á undan samtið sinni; þjóð- in skyldi ekki hugsjónir þcirra, og laun- in hjá samtíðarmönnmn þeirra voru oftast nær vanþakklæti, fyrst eftir ald- ir og ár sjáum vér hvers virði starf þeirra og líf hefir verið. — peir hafa farið með vanþalddæti samtíðarinnar sumir hverjir niður i gröfina. — pað er alt og sumt. — Nú reisum við þeim minnisvarða til minningar um vel unn- ið starf — og er það í alla staði gott og blessað — og þó munu allir verða að játa, að til meiri blessunar hefði starf þeirra orðið, ef vér hefðum verið svo þroskaðir að fylgja þeim að verki. (Framh.) Um orsakir styrjalda. i. Um haustið 1914, þá er vegur pjóð- verja stóð einna liæst í stríðinu, rituðu rúmir 90 þýskir spekingar, opið bréf til hinns siðaða heims, þar sem þeir reyndu að réttlæta aðferðir pjóðverja í Belgíu. En að minsta kosti einn þýskur vís- indamaður neitaði að skrifa undir skjalið, og hann var hinn frægi líffæra- fræðingur Dr. G. F. Nicolai prófessor við Berlínarháskóla. Skömmu eftir að hið fræga bréf var birt, sendi Dr. Nicolai opið bréf til und- irskrifta um alt pýskaland. par hélt hann þeirri skoðun fram, a ð styrjaldir og blóðsúthellingar væru ónáttúrlegar

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.