Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1919, Blaðsíða 3
SKINFAXI 75 þau liafa séð fyrir sér á hreyfimynda- húsinu. Stjórnarvöld ættu alment að útiloka þær myndir er geta haft sið- spillandi áln'if á líf fólks. Hreyfimyndasýningar liafa reynst afar hentugar og áhrifamiklar í því að breiða út nýjar kenningar, og þannig að fá fólk til að breyta skoðunum sín- um, og snúa þeim til fylgis nýju máli. 1 ófriðnum mikla voru þær mjög notað- ar til að fá þjóðirnar til fylgis stjórn- inni. Yoru þá oft sýndar mjög öfga- kendar myndir um grimd og svívirð- ingar, sem óvinirnir áttu að hafa fram- ið. Líka var nú á eftir ófriðnum oft sýndir myndaleikir í mörgum þáttum, sem miðuðu algerlega að því að sverta jafnaðarstefnuna. þessar myndir höfðu auðsjáanlega mikil áhrif í bili, því að fólk er oft i leikhúsum i þvi skapi, að það er hægt að snúa því til fylgis ýmsu sem það undir öðrum kringumstæðum mundi alls ekki vera fáanleg til þess. Menningargildi hreyfimynda er feiki- mikið; viða í ameriskum skólum eru þær notaðar við kenslu, einkum í sögu og landafræðistímum til að sýna merka sögulega viðburði, landslag, lifnaðar- hætti og atvinnuvegi þjóða og þvi um Mkt. Líka nota vísindamenn þær mjög við ýmsar rannsóknir; til dæmis hefir hinn ameríski vinnuvísindafræðingur, F. B. Gilbreth, notað þær þá er hann hefir verið að rannsaka liraða og leikni verka og iðnaðarfólks, þá er hann hef- ir leitað að ráði til þess að endurbæta verkið og til að auka hraðann. Hreyfi- myndirnar sýna með hinni mestu ná- kvæmni allar hreyfingar þess sem vinn- ur; þær lireyfingar, sem eru áhrifa- miklar og góðar geta verið sundur- greindar frá hinum vondu sem að eins spilla fyrir og hindra hraða og leikni í verkinu. Alt þetta kemur greinilega i ljós á tjaldinu. I samhandi við tjaldið er klukka með einum vísi, sem sýnir hvað miklum tíma er varið i hinar ó- nauðsynlegu og klunnalegu hreyf- ingar. pað er heldur ekki þýðingalaust, að fátækt fólk getur oft séð bestu leikara heimsins á leiksviði fyrir mjög litið verð. Nú er það mjög að færast í vöxt, að hinir betri hreyfimyndaframleið- endur fá alla bestu menn sem þcir geta náð í sína þjónustu,bæðiskáldsagnahöf- unda, leikskáld og aðra listamenn, til að geta framleitt sem bestar og fullkomn- astar sýningar. Samtsem áður þurfa hreyfimyndirnar enn mjög að þrosk- ast frá listarinnar sjónarmiði. Framh. Ferð upp á Hvannadalshnjúk. Mörg ungmennafélög munu hafa þann sið, að taka sér skemtiferðir til fjalla á sumrin, og eg ímynda mér, að cnginn sem þessar ferðir fer, sjái eftir þeim kostnaði, og þvi erfiði er hann leggur á sig, til þess að fara svona ferð. Flestir munu finna, að þeir hafa betra af skemtiferð, hvort heldur farið er ríðandi eða gangandi, heldur en dans- samkomu, þvi það er satt, sem skáldið okkar góða kvað: „Frjálst er i fjalla- sal, fagurt í skógardal, heilnæmt er heiðloftið tæra“. — Af f jallaskemtiferð- um geta menn haft ýmislegt gott annað en að teyga liið heilnæma fjallaloft. pað liafa til dæmis flestir gaman af, að koma á þá staði, sem þeir hafa ekki komið fyr á. Og sé farið þangað, sem gróður er góður, og ef í ferðinni eru ein- liverjir, sem þekkja blóm, þá geta þeir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.