Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1919, Side 8

Skinfaxi - 01.10.1919, Side 8
80 SKINFAXI SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 trðnur. — Gjalddagi fyrir 1. júlí Ritstj.: Ólafur Kjarlunsson, Skólavörðustíg 25. Pósthólf 516. Félagsmenn og íélagsmál. Björn Jakobsson, íþróttafræðingur. Alþingi vort hið siðasta stofnaði sam- eiginlegt kennaraembætti fyrir menta- og kennaraskólann, og í embætti þetta var nýlega skipaður Björn Jakobsson íþróttafræðingur. Björn Jakobsson er vafalaust efnileg- asti og lærðasti íþróttafræðingur hér á landi. I mörg ár varð hann að gefa sig við illa borgaðri tímakenslu, en þrátt fyrir það varði hann miklum tíma og fé til að læra og þroska sjálfan sig. Fór hann oft til Norðurlanda og fleiri landa, til að nerna nýjar íþróttir, og las hann oft heilsufræði jafnframt. — Hann er því mjög vel að starfinu kom- inn. pótt ungur sé, þá hefir Björn unnið islensku iþróttalifi feikilegt gagn. Hann liefir æft hér ýmsa leikfimisflokka, sem unun er að sjá á leiksviði. Má segja með sanni, að það var enginn slíkur flokk- ur hér áður en Björn kom, sem var æfður i samræmi við nútíma iþrótta- reglur og heilsufræði. Enda sást það best nú á síðastliðnum tveimur árum, þá er Björn varð að gefa sig við öðru starfi, að þá féllu allar slíkar æfingar niður. Yér óskum Birni til hamingja með nýju stöðuna, og gleðjumst yfir því, að hann hefir nú loks fengið sæmilegt tækifæri, þar sem hann nú getur beitt kröftum sinum í þá átt, sem hann með sérstökum dugnaði og óeigingirni hef- ir alt af verið að búa sig undir. Erlingur Pálsson, sundkennari. Hann fór fyrir skömmu lil Norður- landa, til að húa sig undir yfirlögreglu- mannsstöðu fyrir Reykjavíkurbæ. Erlingur er að góðu kunnur meðal bæjarhúa, og munu margir gleðjast yf- ir því, að hann hefir verið valinn til þessa starfa, því að hann er mesti efn- ismaður, og frábær reglumaður, er neytir livorki víns né tóbaks, eins og íþróttamanni sæmir líka vel. Álítum vér það stóra hamingju fyrir höfuðstað vorn, að fá Erling í þjónustu sína, og hyggjum vér, að hann, þá er fram líða stundir, komi skipulagi á ýmislegt, er nú fer aflaga lijá oss. Vínbannið í Noregi. Nýlega fór fram atkvæðagreiðsla um algert áfengisbann i Noregi, og var mikill liluti þjóðarinnar þvi fylgjandi, Er talið víst, að það verði samþykt af Stórþinginu síðar meir. Brátt verður einnig gengið til at- kvæða um sama mál í Svíþjóð og Dan- mörku, og óskum vér, að það komist á í öllum þessum löndum; yrði það oss ómetanlegur styrkur í baráttu okkar gegn áfengisbölinu. Munum vér ræða þetta mál síðar í blaði voru. TILKYNNING. Kaupendur Skinfaxa, sem enn skulda yfirstandandi árgang eða eldri árganga, eru vinsamlegast beðnir að gera skil sem allra fyrst, til núverandi ritstjóra. Félagsprentsmiðj an.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.