Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1919, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.11.1919, Blaðsíða 1
Urn alþýðaskóla. ii. í margar aldir bjó fólkið i sama um- hverfi, vann við sömu störf og und- ir sömu kringumstæðum. Heimur þeirra var lítill og þröngur, og það var litið um tækifæri fyrir fóllc að afla sér skólamentunar. Alt stritið fór í baráttu fyrir tilverunni. Skólarnir sem til voru, voru fyrir þá stétt, sem ekki þurfti að afla til hnífs eða skeiðar, fólk, sem vildi ráða lögum og lofum, vera „fínt“ og aðlaðandi í l’élagsskap á meðal stétta sinna. Slík menning var gagnslitil fyrir fjöldann, hún var svo óskyld daglegu lífi hans. Uppeldis- og menningarhugsjónir voru þá og eru enn viða mjög sniðnar eftir kröfum höfðingja og annars fólks, sem vinnur lítt að framleiðslu lífsnauð- synja. þegar alþýðu skólarnir byrjuðu, þektu frömuðir þeirra ekki annað en liið gamla höfðingjaskóla-fyrirlcomu- lag. þrátt fyrir það þótt það væri til- gangur skóla þeirra að gefa öllum stétt- um jafnrétti. Hinar miklu uppfundningar og fram- þróun vísinda á átjándu og nítjándu öld og notkun þcssa til stóriðnaðar, komu af stað stjórnarbyltingunni frönsku og febrúarbyltingunni 1848, sem fóru eins og eldur í sinu um alla álf una og kollvörpuðu margra alda göml- um þjóðféagsstofnunum, en á rústum þeirra risu upp margar nýjar. Aukiðlýð- frelsi krafðistalþýðumentunar, ogþávar það að alþýðuskólarnir voru stofnaðir. Eins og bent var á, þá fylgdu þeir ekki hreytingunum, sem urðu í þjóðfélaginu, heldur voru þeir sniðnir eftir himun gömlu skólum. Baráttan fyrir þvi, að sníða skólana eftir þörfum fólksins, og láta þá vera í samræmi við allar þær breytingar í þjóðfélaginu, sem algjör- lega breytir starfsemi og lifnaðarhátt- um fólks, heldur áfram í öllum menn- ingarlöndum heimsins. I lýðfrjálsum löndmn, þar sem vel- ferð fólksins er mjög háð og hygð á vísindunum, þar er ómögulegt að bú- ast við góðum árangri af þvi skóla- fyrirkomulagi, sem varð til í því þjóð- félagi, sem var stjórnað af fáum höfð- ingjum, er notuðu aðeins mansafl til að reka iðnað og skapa auðmagn. Hin vaxandi óánægja úti i heimi með liið ríkjandi skólafyrirkomulag, og til- raunir þær, sem gerðar eru í iðnaði og iðnaðarmentun, eru mótmæli gegn því. pað eru fyrstu spor í rétta átt, til að byggja upp nýtt alþýðumentakerfi, sem auðvitað mun gefaöllum jafnttæki- færi, því að það verður grundvallað og i fullu samræmi við heiminn, sem börn- in lifa í. það eru einkum þrjú atriði við hið gamla fyrirkomulag, sem þarf að breyt-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.