Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1919, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1919, Blaðsíða 2
SKINFAXl ast, ef skólarnir eiga að vera í samræmi við nútímalífið. 1. Námsgreinum þarf að vera breytt. 2. Aðferðum kennara. 3. Og líka þarf að líta eftir hvernig nemendur starfa í skól- unum og búa sig undir tíma. Nöfn um námsgreinanna verður ekki breytt; lestur, skrift, reikningur og landafræði eru menningarmeðul, sem allir þurfa að læra, en efni og lcensluaðferðum verður að breyta og endurbæta. Uppeldisfræðingar nútímans eru allir sammála um það, að umhirða og þroslc- un likamans hefir eins mikla þýðingu fyrir einstaklinginn og þroskun hugans; eða ef til vill meiri, því að huginnersvo mjög háður líkamanum. Skólarnir eiga þvi að þroska börnin bæði líkamlega og andlega. Við verðum að lcunna að lesa og skrifa til að komast áfram í daglega lífinu. Ef við erum á ferð í stórborg er- lendis verðum við að geta lesið nöfnin á sporvögnunum, og forðast hættulega staði. Við þurfum einnig hvar sem við erum að hafa einhver viðskifti við fólk sem við getum ekki séð. í stuttu máli við þurfum að halda á lestrar og skrift- arkunnáttunni við öll okkar daglegu störf. En skólarnir halda áfram að kenna lestur og skrift eins og kunnáttan sjálf væri aðalatriðið, en það er minna hugsað um að haga kenslunni eftir þörf- um einstaklingsins. Sama craðsegjaum landafræðiskenslu, námsfólkið lærir um landamæri, fólksfjölda, ár og vötn, eins og aðalairiðið sé að fylla börnin með ýmsu sem allir mega ekki vita. Nú á tímum þar sem járnbrautir, gufu- skipasambönd og fréttaþræðir hafa mjög stytt fjarlægðirnar á milli þjóða, og þá er ekkert þjóðfélag getur staðist án sambands við umheiminn er það sjálfgefið hversu þýðingarmikið það er fyrir alla að þekkja nábúa sína. Með auknum samgöngum hefir heim- ur okkar því mjög stækkað og flóknað;. sjóndeildarhringurinn hefir vikkað og þar með samkend fyrir þroskun annara aukist. Allar þær breytingar sem hafa orðið í umhverfi okkar; nýjar venjur og siðir, sem hafa skapast með auknum samgöngum og vísindum, krefjast sömu framþróunar í skóla og uppeldismálum. Nýjar námsgreinar verða að bætast við og margar hinar gömlu að endurbætast. Hver námsgrein er mjög margbrot- in og flókin, svo það er jafnvel lítt mögulegt að ná fullnaðarþekkingu í einni þeirra. — Tökum til dæmis landafræði eins lands, loftslag, jarð- fræðisatriði, þjóðerni, atvinnu og stjórn, félagslíf og vísindi. Landafræði nær yfir næstum alla mannlega þeklc- ingu og viðleitni. Hið sama getum við að nokkru leyti sagt um aðrar venju- legar skólanámsgreinar. Allar eru að meira eða minna leyti samtvinnaðar við hverja aðra. ]?að er því oft villandi að flokka atriðin niður, og segja að þær tilheyri þessari og þessari náms- grein. peir kennarar, sem láta nemend- ur sína lesa kenslubækur og síðan hlýða yfir, verða að breyta aðferðum sínum. það eru fjölda mörg þýðingarmikil at- riði, sem verður að taka til greina, að nefna þau aðeins á nafn, hefir mjög litla þýðingu, en að skilja þau, og sjá samband og skildleika þeirra hvers til annars, er aðalatriðið. Kennarinn á ekki að vera yfirheyrari, eða að haga sér sem einvaldshöfðingi, heldur á liann að vera gæslumaður, síleiðbeinandi og hjálpandi nemendum sínum. Hverkenn- ari á að gæta vel að breytni og athöfn- um nemenda sinna, og láta sér umhug- að um að hver einstaklingur þroski sem best hugsana og ályktanahæfileika sína, og það á sem frjálslegastan hátt. Hann

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.