Skinfaxi - 01.11.1919, Blaðsíða 4
84
SKINFAXI
heima, bæði á andlegu og verklegu
sviði.
Skyldan er sú, að nú ber okkur að
styrkja svo eftirlifandi fjölskyldu hans,
að börn hans eða barn hans, sem enn
er á unga aldri, geti notið þeirrar ment-
unar og uppeldis, sem faðir þess liefir
verðskuldað. Alþingi vort, sem vald
hefir á sameign þjóðfélagsins, hefir
ekki séð sér fært, að veita fullnægjandi
styrk. Guðmundur heitinn hefir líklega
verið of alþýðlegur fyrir þess háu fjár-
málahugsjónir.
Sýnið nú í verkinu, að þjóðfélag vort
sé svo þroskað, að það viðurkenni starf
Guðmundar heitins Hjaltasonar — til
viðreisnar og fræðslu íslensku þjóðfé-
lagi.
Festum i minni okkar orðtækið
gamla — „margar hendur vinna létt
'ærk.“ Skynfaxi flytur því, með góðri
von, um að öll ungmennafélögin starfi
samhuga að því að minnast gamla
mannsins — eftirfarandi:
. Áskorun.
Hvert einasta ungmennafélag, hvort
sem er i sambandi U. M. F. í. eða eklci,
leitist fyrir því hjá einstaklingum inn-
an félaganna, og jafnvel til hugsandi
manna utan félags, hvort þeir sjái sér
ekki fært að láta eitthvað af mörkum
fjárhagslega. — Haldið ágóða skemt-
anir eða hlutaveltur — það eflir og
fjörgar félagslifið, en styður um leið
góðan málstað.
Hverjum einstökum munar litið um
eina til tvær krónur — en það getur
orðið talsverð upphæð, þá er saman
kemur.
Fénu skyldi síðan varið til þess að
veita afkomanda Guðmundar heitins
sem fullkomnastrar mentunar, því
hann á það fyllilega skilið, að íslensk
alþýða sýni það í verkinu, að hún kann
að meta það, sem er unnið af heilum
hug i þarfir þjóðfélagsins.
Og svo, ef góðar undirtektir yrðu,
væri vel til fallið, að láta gera vandaða
mynd af Guðmundi heitnum, sem væri
siðan afhent málverkasafni landsms til
varðveislu. — Og það er einmitt spor,
sem hin núverandi kynslóð ætti að
stíga, að láta gera vandaðar myndir af
þeim mönnum, sem skara fram úr —
það er að búa í haginn fyrir eftirkom-
endurna — svo þeir festi betur í minni
þá, sem fram úr hafa skarað.
Skinfaxa er ánægja að því að veita
móttöku því, scm félögin sjá sér fært
að láta af hendi rakna — og eftir at-
vikum að afhenda hlutaðeigendum eða
geyma til ráðstafana til næsta sam-
bandsþings islenskra migmennafélaga,
sem væri eðlilegast að afhenda féð og
ákveða nánar hvernig verja skyldi.
Verið ræktarsamir!
Ungmennafélagi.
Um hreyfimyuðir.
ii.
Hinn heimsfrægi hugvitsmaður Th.
A. Edison er vanalega talinn höfundur
hreyfimyndanna. Urðu þær þannig til
að ljósmyndir voru framleiddar, sem
gátu sýnt allar hreyfingar, sem áttu sér
stað, hvort heldur var hjá lifandi verum
eða dauðum hlutum. Fjármálamenn
báru fljótt skyn á verslunargildi þess-
arar uppfyndingar.
Uppfundning þessi þótti mjög merki-
leg og var brátt rædd i öllum helstu
blöðum og tímaritum. petta vakti mjög
athygli alþýðu, og varð hún brátt mjög
sólgin i að sjá þessar kvik- eða hreyfi-