Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1919, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.1919, Blaðsíða 8
88 SKINFAXl urum og þegnuni, að taka þátt í ópíum- verslun við Kína. Japan heldur sitt lof- orð að því er ópíum viðvíkur, en flytur aftur feiknin öll af morfíni til Kína um Shantungskagann. petta eitur nota nú Kínverjar í staðinn fyrir ópíum, og eru þcir mjög sólgnir i það. Og hefir morfínið miklu skaðlegri áhrif á heils- una en ópiumreykingar. Veslings Kóreu er aftur og aftur neit- að frelsiskröfum sínum af Japan. í ó- friðnum á milli Rússa og Japana voru Kóreumenn neyddir til að skrifa undir samning, sem leyfði Japönum að setja á land her og hergögn i Kóreu og flytja þau um landið; samningur þessi átti að eins að gilda um ófriðinn; á fyrsta friðarári áttu þeir að flytja alt sem við kom liernum úr Kóreu, en í staðinn fyr- ir að efna samninginn, tvistruðu þeir her Kóreu og tóku af honum vopnin, og settu upp japanska stjórn í landinu. Japan gerði þarna frjálst land að japönsku héraði, og breyttu nafni þess og kölluðu Chosen í staðinn fyrir Korea, sem það hafði borið svo öldum skifti. Nú um ófriðinn síðasta, og við enda- lok hans, þá er margir þjóðmálaskúm- ar fimbulfömbuðu sem mest um lýð- frelsi og sjálfsákvörðunarrétt hverrar þjóðar, hugðu Kóreumenn að dagur frelsisins og réttlætisins væri að koma, unnu þeir þá kappsamlega og á frið- saman hátt að endurreisn þjóðar sinnar. En yfirþjóð þeirra, Japan, hefir svarað þeim með manndrápum og fádæma hryðjuverkum, og framið meira nið- ingsverk á þeim en pjóðverjar á Belgíumönnum, því að Belgir höfðu her og gátu borið hönd fyrir höfuð sér, en Kórea hafði engan. Snemma í sumar átti það sér stað í Kóreu meðal annars, að fjöldi fólks, bæði konur, karlar og börn, var skotið S KINFAII. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 krónur. — (íjalddaal fvrlr 1. jiílí Ritstj.: Ólafur Kjartanssou, Skólavörðustíg 25. Pósthólf 516. barið og troðið niður af japönskum hermönnum og lögregluliði, fyrir það að hafa borið merkisspjöld i skrúð- göngu er þetta var letrað á: „Kórea vill fá frelsi sitt.“ Fjölda af þessu fólki var komið fyrir á amerísku sjúkrahúsi í Seoul. En hvað gjörðu Japanar þá, þeir réðust á sjúkrahúsið, lineptu læknana og hjúkrunarkonurnar í fangelsi og ráku hið særða fólk á flótta. Fréttir. Ó, Guð vors lands! þ’ýðing sú af þessum alkunna lof- söng þjóðskáldsins góða, Matthíasar Jochumssonar, er vér höfum nú birt í blaði voru, er eftir hr. Runólf Fjeld- steð, sem er við háskólann í Chicago og les þar undir doktorspróf í forn- málunum, latínu og grísku. Hr. Fjeldsteð er mesti efnis maður og lærdómsmaður mikill, hefir hann nú heiðursstyrk við fornmáladeildina við háskólann í Chicago. pótt hann hafi verið vestra frá þvi hann var bam að aldri, þá er hann enn mjög íslenskur í anda, og talar og ritar ágæta islensku. Hann liefir þýtt mörg íslensk ljóð á ensku. Nýlega birtist eftir hann í Sam- einingunni ágæt þýðing af útfarar- sálminum „Alt eins og blómsti’ið eina“. F élagsprentsmiö j an.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.