Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1920, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1920, Blaðsíða 4
SKINFAXl Þaö mun varla finnast betra rá‘S en það, aS reisa svo fljótt sem auSiS verður, mynd- arlegan lýöháskóla á einhverju höfuöból- inu, sniöinn eftir bestu fyrirmyndum arín- arstaöar. Skóli þessi gæti oröiö nokkurs konar miöstöö andlegrar menningar á Suöur- landsundirlendinu. Heilsubrunnur, sem veitti andlegu lífslofti inn í hverja sveit, inn á hvert heimili; hann gæti orðið ann- aö heimili allra, einkum unga fólksirís, sem á hann hefði gengiö. Eins og áöur er tekið fram, er Suður- landsundirlendiö hjarta landsins frá nátt- úrunnar hendi; það verður hjarta verk- legra framfara og það ætti að verða hjarta þjóðlegrar mentunar og andlegs lífs. V. Framkvæmd málsins. Dugmiklir og framtakssamir menn, sem áhuga hafa fyrir málinu, þurfa aö taka höndum saman, fá sýslunefndirnar á hlut- aðeigarídi svæði og alþingi í lið með sér, og hrinda svo málinu i framkvæmd hiö bráðasta. Fyrst er að velja staðinn, þar sem skólinn á að standa. Eg býst viö, að um það geti orðið allskiftar skoðanir, svo slciftar, að það gæti tafið fyrir framgangi málsins. En slíkt má ekki verða. Við þessu er gott ráð, og það er ram- íslenskt. Þegar alþingisstað átti að velja fyrir landið, var einum manni, Grimi geit- skó, falið að velja hann. Og eg hefi aldrei heyrt getið um, að nokkur maður hafi fundið að því vali. Þegar alt var komið í öngþveiti á alþingi milli kristinna manna og heiðinna árið iooo var e i n u m manni falið að skera úr og allir voru svo hygn- ir, að gangast undir að hlíta úrskurði hans. Skinfaxi! Þú hefir beðið mig um linur. Eg óska þér og þínum allrar farsældar á nýja árinu! Þínir eru allir þeir sem þrá sól. og sumar. Heltu yfir þá geislum þínum og vermdu þá, eklci á tám og fingurgómum, það geta þeir sjálfir, en í hug og h j a r t a, það er síður á þeirra færi. Og lýstu þeim, vin- ur minn, ekki i n n í ógöngurnar — þang- að er auöratað og þar er margur k o m- i n n, heldur y f i r þær eða ú t ú r þeim. Það verk þykir mér við þitt hæfi, og þú veist, að þess er þörf. Þurfamenn? Já! „Þurfamaður ert þú mín sál þiggur af drottni sérhvert mál.“ Það er Skinfaxi hefir best þegið, það ber honum að veita og það vona eg hann veiti. Fréttir?--------- Þaö væri nú betur, að eg gæti sagt eitt- hvað i fréttum — eitthvað gott. Ung-merínafélögunum líður vel. Að miríSta kosti eru þau við þá heilsu, að þau geta sofið. Það er nú altaf mikilsvert. En hvort þdu njóta svefns o g m a t a r, vil eg ekki fu.llyrða, þvi vöxturinrí geng- ur illa og eg held eg megi segja, að þau lifi ekki í óhófi. — Þau eru sparsöm, spara krafta sína, geyma fyrirætlanir og fram- kvæmdir, og mun orka tvímælis, hve liyggilegt það er. En þú sérð, að þau hafa nokkuð sér til afsökunar jiegar skýrslurnar koma — með stóru eyðurnar. F ramtíðarhugsj ónir ? Þú spurðir um ]iær. — Bíddu við! — eg er nú að leita að þeim.---------Já, —- — Jú! „íslendingar viljum vér allir vera“ eins og Fjölnismenn. En — við viljum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.