Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1920, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1920, Blaðsíða 8
8 SKJNFAXI SKIN-FA XI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 krónur. — <>jalddagi l'jrir 1. julí Ritstj.: Olafur Kjartansson, Skólavörðustig 35. Pósthólf 516. íþróttanámskeið. FjórðungSþingj SunnlendingufjórSungs, :sem haldiö var 13. og 14. maí þ. á., ákvað að veita U. M. S. BorgarfjarSar 250 kr. styrk til íþróttakenslu. — U. M. F. íslend- ing'ur og Stafholtstungna, hafa tekiS a'5 sér aö sjá um kensluna, veröa þá haldin tvö iþróttanámsskeiö í Borgarfiröi i vor, og verSur styrkuum skift á rnilli þessara tveg'gja félaga. Ætlast er til, a5 hvert námsskeiö standl yfir i hálfan mánuö, og er öllum heimilt aö njóta þar kenslu, sem eru innan vé- banda U. M. F. I. Þetta má teljast góð nýbreytni hjá Borgfiröingum, því langt er síðan héraðssambandiö hefir gengist fyrii iþróttakenslu. Til kaupenda. Skinfaxa. Við ungmennafélagar erum dreyfðir frá fjöru til fjalls á þessu stóra landi torfæra og auðna. — Skinfaxi er boðberi hugsana okkar og framkvæmda, án hans höfum við ekkert er tengir okkur saman. Okkur ætti því öllum að vera umhugað um aö hlúa að honum sem best, svo að hann geti kom- ið út regjulega og lifað góðu lífi. Það gæti haft ill eftirköst og glögt dauðamark U. M. F., ef Skinfaxi lognaðist út af. Kæru ungmennafélagar og vinir, látum ekki slíkt dáðleysismark verða að veru- leika, heldur -störfum með nýju fjöri og kröftum, og stuðlum að þvi aö koma mál- gagni voru á traustari grundvöll en nokkru sinni fyrr. Alt, sem gert er, heimtar fyrirhöfn, — eigi blað okkar aö geta starfað reglulega og á heilbrigðan hátt, þurfum við öll að leggjast á eitt, og hlynna að blaðinu með því, að standa í skilum við það og helst líka að útvega því nýja kaupendur. Mér finst lika að þaö megi varla minna vera en áður, en til þess þarf að hækka verðið á blaðinu a. m. k. um helming. Þið vitið það aö hvert smákver á markaðinum kostar varla minna en 5 kr. En hvað viljið ]iiö, ungmennafélagar, leggja á ykkur til að hafa blað ykkar sæmilega úr garöi gert? — Það getið þið rætt um á ykkar félag's- fundum, og láta síðan fulltrúa ykkar hafa ákveðna stefnu í því, hvað skal gera, þá er næsta sambandsþing veröur haldið. Guðmundur kennari frá Mosdal. Hann fór í haust til Danmerkur og dvel- ur þar enn, og kynnir sér þar iönaðarment- un, sérstaklega alt er lýtur að heimilisiðn- aði. Guðmundur er áhugasamur ungmenna- félagi, og hefir starfað mjög mikið í þágu beirra. Vonandi eflir hann iðnaðarmentun. þar sem hann sest að, þá er hann kernur aftur, enda er ]iess full þörf, því að skólar vorir leggja mjög litla eða alls enga áherslu á ]iær námsgreinar, sem hafa verulegt nota- gildi fyrir lífið. Afleiðingin er sú, að börn og unglingar, sem á þá ganga, fá óbeit á starfi fortíðárkynslóðarinnar og eru ])vi skólarnir oft til niðurdreps , fyrir það um- hverfi sem þeir starfa, i staðinn fyrir að þeir ættu að þeir ættu að vera því til efna- legra og andlegrar blessunar. Félögin í Rangárvallasýslu eru alvarlega ámint um, að gera hið fyrsta aðvart um það til fjórðungsstjórn- ar, á hvern hátt þau ætli sér að nota styrk- inn til íþrótta (100 kr.), sem þeim er sér- staklega ætlaður. Fjórðungsstjórnin. Félagsprentsmiðj an.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.