Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1920, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1920, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 hann sjálfur kemst aö orði, og það Jjurfti að blása hátt í lúöur Heimdallar svo að heýrðist um heim allan, að minsta kosti um öll Norðurlönd. En hvernig átti að fara að því? Hvar var sá töfrasproti, sem vakið gæti þjóðir af níargra alda and- legum dvala? Hvar var það fræ falið sem Yggdrasill gæti vaxið upp af að nýju, til þess að breiða lim sitt yfir lönd og lýði, svo að allur andlegur gróður gæti vax- ið í skjóli hans. Grundtvig leitaði í sögu allra alda og allra þjóða — og sjá — hann fann fræið. Hann fann það i sögu íslands — það voru skólarnir í Odda og Haukadal. III. „Það fór hitamagn um önd“ Grundtvigs, há og göfug hugsjón fæddist. Og hugsjón- in var þessi: Lýðháskólar skulu reistir um Norðurlönd, gróðurdögg þeirra skal vera hið lifandi orð- sem gengur frá hug til huga og frá hjarta til hjarta, ljósgjafi þeirra skal vera sagan, einkum ættjarðar- sagan, og hlutverk þeirra skal vera það að vekja Norðurlandaþjóðirnar af alda- dvalanum og hefja þær aftur til öndvegis meðal þjóðanna. Á skólum þessum skulu töluð svo snjöll orð og sungið svo hjart- næmum rómi, að alt það besta, sem til er í hverri unglingssál, vakni til lífsins. Vitrir og dugmiklir menn urðu til þess aö koma hugsjón þessari i framkvæmd. Skólarnir risu upp, fyrst í Danmörku, síð- ar í Noregi og Svíþjóð. Þeim hefir þeg- ar tekist að vekja dönsku þjóðina og gera hana að einhverri mentuðustu og ham- ingjusömustu þjóðinni í heiminum. Lýðháskólahreyfingin hefir teygt grein- ar sínar alla leið hingað út til íslands, þó i smáum stíl sé. Einn lýðháskóli, unglinga- skólarnir sumir og ungmennafélögin eru -ávextir hennar hér. En Suðurlandsundirlendið, sem er þó fyrsta vaggan hennar, sem átti fyrstu lýð- háskóla heimsins, það á engan lýðháskóla nú, og engan skóla fyrir aðra en börn. Er ekki tími til kominn að bæta úr því? IV. Suðurlandsundirlendið er hjarta lands- ins frá náttúrunnar hendi, og á eftir að verða hjarta verklegra framfara hér á landi. Þegar búið verður að byggja þar hafn- ir, leggja þangað járnbrautir, beisla alla fossana og gera alla móana að túnum og mýrarnar að áveituengi, þá verður Suð- urlandsundirlendið blómlegra heldur en nokkurn manri hefir nokkurn tírna dreymt um að nokkurt hérað á íslandi gæti orðið. Og alls þessa er ef til vill skamt að bíða. En það er alveg undir hælinn lagt, hvort allar þessar umbætur og framfarir verða mönnunum, sem þar búa nú og riiðjum þeirra, til blessunar eða bölvunar. Það er undir því komið, hvort þeir þekkja sinn vitjunartima eða ekki. Ef þeir gera það ekki, og annaðhvort „fljóta sofandi að feigðarósi" eða brvnja sig með gömlum, islenskum sauðþráa, þá verða ágjarnir og ósvífnir auðmenn hús- bændur á heimili þeirra áður en þá varir. Líklega útlendingar. Og þeir sjálfir og niðjar þeirra verða brennimerktir þrælar, nautnasjúkir og viljalausir, sem vinna sér inn krónuna i dag og jeta hana syo út eða drekka í kvöld. Þeir verða sálarlausar skepnur „með asklok fyrir himin og grútartýru fyr- ir sól.“ Þannig hefir það gerigið annarstaðar, þar sem auðvaldið og stóriðnaðurinn hafa komið að fólkinu ómentuðu og óviðbúnu, og þannig nmndi ]jað lika fara hér. En svona þarf það ekki að fara og öll- um góðum íslendingum ætti að vera ant um, að það færi ekki svona.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.