Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1920, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1920, Blaðsíða 1
Um apprnua, vöxt og áhri! hiona uorrænu lýðháskóia. íslenskir bændur! Þa5 er bæ5i meö ást'og virSing á yöur ■og yöar stétt, a5 eg er kominn hingaö á þessar slóöir, til aö tala viö yöur um mál- efni, sem heilt á hug minn og hjarta; því til yðar og yðar stéttar er saga lands vors fyrst og frernst hnýtt í blíðu og stríðu, bæði það sem gleður hug vorn og hjarta eins og líka hitt, sem ollir oiss mestrar sorgar og tára. Eg hefi því altaf litið svo á, að það, að vilja reyna að vinna að aukn- um jjroska í andans og hjartans mentun á meðal yðar, hefði því i raun og veru ann- að og meira í sér fólgið fyrir heildina. Sem sé endurfæðing þess lífs með þjóð vorri að fullu og öllu, sem hún átti fegurst og glæsi- legast á ungdómsárum sínum. Það vopn, sem menn á öllum öldum hafa neytt í endurfæðingarbaráttu þjóðanna, er sverð andans. Því sverði beitti Jesús Kristur og postular hans, ])á er þeir hófu náðarboðskapinn um guös ríki á meðal syndugra majnna á: jöröinni; því sverði beitti s|iðspekingurinn Sókrates, þá er hann gekk um stræti Aþenuborgar og kendi löndum sínum ]>ar, að gera grein- armun á sannleika og lýgi; því sverði beitti trúarhetjari Marteinn Lúther, þá er liann með ritum sínum og ræðum braut niður fordóma hinnar kaþólsku kirkju, og ávann oss öllum, sem honum fylgja, rétt til þess að hugsa, trúa og tala eins og hug- ur bauð; því sverði beittu hinir frönsku rithöfundar Voltaire og Rousseaú, þá er þeir með ritum sínum feldu einveldið í Evrópu og ruddu nýjurn stefnum braut í bókmentum og uppeldi; þvi sverði beitti hinn mikli enski mannvinur og stjórnvitr- ingur Gladstone, þá er hanri barðist fyrir andlegu og stjórnarfarslegu frelsi ein- staklinga og þjóða; því sverði beitti hinn rnikli mannvinur og skólameistari dr. Booker T. Washington, þá er hann ruddi menningumii braut á meðal svertingja í Bandaríkjunum; því sverði beitti norska skáldið Björnstjerne Björnson, þá er hann með sögum og ljóðum kvað kærleika og viljaþrek inn í hinar norrænu þjóðir, og ]jví sverði hafa beitt á meðal vor öll mik- ilmenni þjóðar vorrar á 17., 18. og 19. öld, sem í sameiningu hafa brotið af oss alla þá ánauðarhlekki, sem um langan aldur hindruðu öllum heilbrigðum framförum í þjóðlífi voru. — Og, eins og sá sigur, sem unninn hefir verið með sverðum og spjót- um jafnan hefir verið skammvinnur sök- um þess, að það var ætíð svo mikið af ógöfugum og syndugum hvötum sem var undirrót hans, eins hefir sá sigur, sem unn- inn hefir veriö með andans sverði, jafnan verið varanlegur, þvi undirrót hans var sannleikurinn. — Þeir skólar, sem eg hér vil skýra frá. hinir norræriu lýðháskólar, eru nú einmitt það andans sverð, sem norrænar þjóðir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.