Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1920, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1920, Blaðsíða 5
SKINFAXI 37 hans, sem allir álitu skólann hættulegan fyrir latínumentun æöri stéttanna, vildu helst kæfa hann niSur. (Frh.) Heilsufræðisbálknr. Um skemtanir. Lestur góðra bóka er oft einhver sú hollasta skemtun hugsanleg, og gefur mestan og bestan arS þeim sem nýtur. HvaS snertir lestur skáldrita, þá er þaS hollast hverjum manni, aS forSast aS lesa þann skáldskap sem lýsir óhollu og gjör- spiltu mannfélagi. Sú tegund skáldskapar sem er væmin og æsandi, ætti líka aS forS- ast, þvi aS áhrifin verSa vond og siSspill- andi. Prestar, kennarar og aSrir mentamenn, sem hafa hönd í bagga meS eSa láta sér ant um aS hin andlega þroskun þjóSarinn- ar sé holl og eSlileg, eiga aS benda fólki á góS skáldrit. Sá, sem kann erlent mál, ]>ótt ekki sé nema NorSurlandamál, hefir lykilinn aS góSum og göfugum skáldskap, sem göfgar og bætir þann sem les. Má þar til nefna rit Björnsons og Selmu Lagerlöf. ÞaS er fengin reynsla fyrir því, aS ef fólk á unga aldri venur sig á aS lesa aS eins góSan skáldskap, þá sneiSir þaS hjá hin- uni lélega og siSspillandi. Því að siSgæSis- meSvitundin og fegurSartilfinningin er þroskaSri en ella. Dans í hófi er mjög holl líkamshreyfing, þó einkum undir beru lofti; hann er líka sú skemtun, sem hefir líka þann kost, aS allir geta tekiS þátt í, bæSi konur og karlar. Dansinri er því félagsleg skemtun, sem eyk- nr leikni og þokka; svo ef ávalt væri dans- aS i hófi í góSum húsakynnum eSa undir beru lofti, þá væri dansinn holl og góS skemtun. En þvi miSur er hanri oft iðk- aSur í óhófi, og í vondum húsakynnum, og hefir hann þá mjög ill áhrif á andlegan og líkamlegan þroska, sem innari skamms koma af staS losi og rotnun í umhverf- inu. Annars er dans iSkaSur mest í óhófi þar sem lýSmentun er léleg, siSferSi rotiS og atvinnuvegir og alt þjóSfélagsskipulag er í bernsku og á völtum fótum. Sem dæmi upp á þjóSir, sem iSka mjög dans má nefna Ungverja og hina alræmdu flökkuþjóS Zigena og suma SuS.urlandabúa. Einn ig eru Eskimóar og skríll stórborganna mjög sólginn í dans. AlþýSudanssalirnir (Public dancehalls) í stórborgunum erlend- is eru uppsprettur margra glæpa og siS- spillingar. Dans í óhófi leiSir því fjölda fólks á glapstigu og gerir þaS aS líkam- legum og andlegum rolum, sem eru hiS versta illgresi í hverju þjóSfélagi sem er. Því aS þær hindra eSlilega og sanna fram- þróun lýSsins í heild sinni. Félagsmál og félagsmenn. Annað gestamót U. M. F. R. 1920. Kæru félagssystkin! Erin einu sinni geng eg hér fram til þess fyrir hönd forgöngumanna mótsins, aS bjóSa ykkur innilega velkomin. Er þaS von þeirra, aS þiS skemtiS ykk- ur hér sæmilega vel, og aS samkoman mætti verSa ykkur og okkur, en ])ó fyrst og fremst félagsskap okkar og fögrum hugsjónum til einhvers gagns. Eg er ekki eirin af forgöngumönnum mótsins fremur en síSast, cn af ást til fé- lagsskaparins og fögru hugsjónanna hans, set eg mig aldrei úr færi um aS stySja hann eftir þestu getu, og geri því fyrir hann þaS sem eg get þegar mér er unt. Nú eru þó möguleikarnir ekki meiri en þaS, aS eg verð aS fara héSan rétt strax aftur, get ekki 01SÍS meS ykkur. Því valda

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.