Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1920, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1920, Blaðsíða 2
34 SKINFAXl berjast meö nú á tímum, eg þori a'ö segja með einlægum vilja til aö uppræta þaö illa í eðli mannsins en efla hiö góöa. Þaö er auðsætt af þessu, aö þessir skólar eiga ekki rót sína að rekja til neinnar augna- bliks-löngunar hjá einstaklingnum til að afla sér mentunar, er aö eins geti gefið honum gott embætti og rólega daga, eöa þá bara til aö „fylgjast með tímanum" eins og oft er komist að orði. Nei, þeir eiga sér miklu dýpri rætur, sem sé í bar- áttu mannssálarinnar gegn hinu illa. Mað- urinn, sem baráttuna háði, var presturinn, skáldið og sagnfræðingurinn N. F. S. Grundtvig, ein sú mesta andans hetja sem Evrópa hefir fóstrað næst eftir Martein Lúther, og sem Þjóðverjar hafa því einnig heiðrað með nafninu „spámaður Norður- landa“. — V;ið skulum nú reytia að sjá! baráttu þessa manns í gegnum frásögn um nokk- urn hluta haris löngu og dáðríku æfi, því meira getur ekki orðið tími til. N. F. S. Grundtvig var, eins og nafnið bendir til, danskur maður, prestssonur, sem var fæddur árið 1783 í þorpi einu á Suður-Jótlandi er Udby heitir. Á unga aldri haut hann kenslu móður sinnar í kristiníræðum, móðurmáli og sögu, og öðlaðist með Joví snemma guðsótta, þekk- ingu og ást á föðurlandi sínu og sögu þess. En á þessu urðu skjótar breytingar þegar hann nokkru seinna var settur til náms i latinuskólann í Árósum; því þessi skóli var eftir hans eigin sögn, svo tómur, andlaus og leiðinlegur, að drengnum fanst hann vera kominn inn í andlega eyðimörk. Árangur námsins var heldur ekki glæsi- legur; því þegar hann fór þaðan sem stú- dent um árið 1800, þá höfðu þau lagst í dvala í hjarta hans þau hin fögru lífsöfl, sem hann hafði erft frá heimili sínu, og hann var nú orðinn fullur skynsemistrúar og þekkingardrambsemi. Að föðurlandsvinurinn og mentavinur- inn Grundtvig svaf á þessum tíma, sjáum vér einna skýrast á því, að það hafði ekki hin minstu áhrif á hann, þá er Englend- ingar með sjálfan Nelson í broddi fylking- ar réðust á hina litlu þjóð hans 2. apríl 1801 og þröngvuðu hana til að krjúpa á kné fyrir hervekli sínu; og eins á því, að þá er hinn frægi náttúrufræðingur og ræðumaður Henrik Steffens fyrstur manna boðaði hina rómantísku skáldskaparstefnu hér á Norðurlöndum, með fyrirlestrum sínum við háskólann í Kaupmannahöfn ár- iði8o2, þá þakltaði Gruridtvig honum með spekingssvip og sleggjudómum, sem út á það gengu, að Steffens væri draumóra- maður, meðan aftur á móti maður ei.ns og Adam Oehlenschláger — frægasta róman- tíska skáld Norðurlanda :— brendi öllu sem hann hafði ort í anda skynsemistrú- arinnar og orti svo samstundis, i anda hinnar nýju stefnu, eitt af sínum fegurstu kvæðum, er ber nafnið „Gullhornin". Við sjáum af þessu, að það var mikill munur á því, hvernig ]>essir tveir mætustu menn Dana á 19. öldinni snerust við Hen- rik Steffens og kenningum hans. Annar var vakandi og með hugann opinri fyrir öllu því, sem gott var og fagurt, en hinn var í sannleika andlega sofandi og áhuga- laus. En nú fékk Grundtvig köllun sína, og eg get sagt það strax, að það var kærleik- urinn, sem megnaði að vekja hann. Þegar liann var orðinn guðfræðiskandidat, gerð- ist hann heimiliskenriari á herragarði ein- um á Langalandi, og hann hafði varla lit- ið hina ung'u og fögru konu herramanns- ins þar, fyr en hann varð gagntekinn af hinni dýpstu og innilegustu ást til hennar. Hvað átti nú Grundtvig að gera undir þeim kringumstæðum, sem hér voru fyrir hendi ? Átti hanri að gefa eftir fyrir ástríð- um sínurn, eins og vér því miður flestir gerum, eða átti hann að sporna á móti? Hann fann það, að gerði hann hið fyrra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.