Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1920, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1920, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 fordæmi í „frelsi, framförum og heill sjálfra sin og annara, mannúö og rétt- sýni,“ eklcert viljaö gera til a8 temja sjálfa sig, og misþyrmt móSurmálinu í ræöu og riti. Þarna er eg kominn aö þeim þjóöarlest- inum, sem víðtækust áhrif hefir í þjóðlíf- inu íslenska, sem hefir gegnsýrt alt og alla. Við vitum af lögbrotum alt um kring, bæöi embættismenn og aörir, af svikum og prettum, lygum og rógburöi og nær öllu illu, en ekkert er gert til þess að hnekkja ]>essu valdi. Landslög og félaga eru gerö sem loðnust og götóttust til þess aö hrapp- arnir geti smogiö sem lengst. Og gerist þeir svo gróf'ir aö þeir flækist samt í þeim, þá er þeim klappaö í staöinn fyrir aö hegna þeim. En oftast eru öll lög látin sofa i friöi, enginri þykist vita neitt, lofa öllu að drasla svona einhvernveginn á meðan þeir lifa, hvaö sem svo tekur viö. Þaö er hvergi von á góöu þar sem svona gengur, hvorki í hinu opinbera þjóölífi, lífi og starfi félaga eöa einstaklirfga. Og svona framferði vekur altaf viöbjóö og ó- viröingu þeirra sem betur sjá, jafnvel þó. þeir sjálfir séu litlu betri. Því eins og fornkveöiö er, sjá flestir betur flísina i aug'a annara en bjálkann i sínu eig'in. Og þegar þetta á sér stað meö félögiri, er þess varla von, aö foreldrar hvetji börn- in sín í þau. Því hljóta líka allir aö finna aö betra er aö vera sárfá í félagi og vinna af alhug að hugsjón þess, öll samtaka og samhuga, heldur en aö vera mörg, og hafa í hópnum ýmsa, sem eru þar bara til að leika sér eöa korna betur ár sinni fyrir borð að ein- hverju leyti, eri brjóta allan anda félags- skaparins og vanviröa hugsjónir hans aö meira eöa minna leyti. Viö veröum aö byrja inst, byrja á sjálf- um okkur, síðan á náunganum, með því aö mynda félagsskap er getur göfgaö, eins og þessi félagjsskapur olckar, ef rétt er íæktur. En viö megum hvorki líöa sjálf- um okkur né öörum nokkur fráhvörf eða hvik, heldur halda strykinu beint; þó hægt fari gerir minna til. Og höldum félagsskap okkar fyrir okkur, en blöndum því alls ekki inn í utan aö komandi hluti eöa mál, fremur en heimili okkar. Viö eigum aö ná til æskunnar, barnanna,. fá þau strax meö og láta þau finria, aö þau eru mikilsveröur liöur í starfinu, aö þau geta líka starfað fyrir félagið, og finnum þeim hverju um sig viöeigandi viðfangs- efni. Þannig má og á að ala upp yngra félagiö til aö taka viö starfinu af okkur hinum, er viö verðum of göntul til aö virina beinlínis aö félagsmáluiium — þegar viö þuirfum aö fara aö sinna opinberu störfunum og færa hugsjónir okkar út í lífið, til aö laga eftir megni gallana á þjóöfélagsskipuninni. „Hrörnar þöll sús stendr þorpi á, hlýrat henni börkr né barr.“ Svo fer og þeim manni, sem engan á æskumanninn aö, er hann eldist, ekkert á barnið. Þannig er Hka því félagj, sem enga á ungu kynslóö- ina innan sinna vébanda. Og svona hefir lariö og fer fyrir alt of mörgvtm ung- merinafélögum. Þeir þekkja þaö hér í Vík. Hér hefir æskuna vantað, annaö hefir gleypt hana, gjálífi og andlaus sollur. Þaö má svo heita, aö hér hafi vantað ungmenna- félag um hríö. En þanriig má þaö ekki vera. Þiö félagar hér i Reykjavík, og þiö utanbæjarfélagar, sem dveljiö hér um lengri og skemri tíma, og sem unnið fé- lagsskapnum og hugsjónum hans. Þiö finnið aö hér má ekki vanta slíkt félag, gott félag. Þaö rná gjarrian vera fáment félag og hægfara, þarf ekki að láta bera mikið á sér né gala hátt, bara aö þaö sé gott. Félag, sem heldur dyggileg'a vörð um öll hin fögru og góöu sérkenni þessara félaga og hugsjónir þeirra. Þið ættuð nú öll aö leggjast á eitt meö aö útvega þeim hér ungt blóö, góöa drengi og stúlkur, alt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.