Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 4
12 SKINFAXl sterkar heröar og hvelft brjóst. Hver hreyf- ing bar vott um orku og hvatleik, og mátti um þá segja, eins og sagt er um Skarphéð- inn í Njálu, aö þeir sýndust allir vera „skjótlegir til karlmensku".----------„Þaö sem sérstaklega vakti athygli áhorfenda, voru sveifluæfingar, sem þeir geröu á svif- slá og sveiflugrind." (Þ. e. „svingstang" og ,,bar“). „Morgunbl." 21. júní: „---------Var hið mesta hermannasniö á flokknum; snöggar fyrirskipanir og hreyfingar, og var unun að sjá hve vel og nákvæmlega að hlýtt var. Var líkast því, aö þar gæfi að líta 12 spegilmyndir af sama mannin- um, svo samtaka var flokkurinn í hreyf- ingum o g s v o m i k i ð v a 1 d f o r- i n‘g‘j a n s.“ — Um áhaldaæfingarnar segir blaðið rétti- lega: „— — og virtst svo, sem að eigi væri sú list til, sem þeir kunnu ekki að leika þar (þ. e. í ,,sveiflugrind“). Fimi þeirra var blátt áfram ótrúleg, og krafta höföu þeir Dofrasynir í kögglum og v a 1 d y f i r hreyfingum sinum. Það var ekki að eins að þeir gerðu hinar erfiðustu æfingar, heldur fór alt fram m e ð a ð- dáunarverðri nákvæmni og fegurð í hreyfi'ngum.“ — — — „Er eigi hægt að lýsa fimi íþróttamann- anna eins og skylt er, til þess vantar orð.“ — — — „Það sem einkennir hina norsku leikfimi er hvatleikurinn í öllum hreyfingum og röskleikinn.“ Eg hefi strikað undir fáeinar setningar frásögumanns, því þar hefir harin séð sam- band orsaþa og áhrifa óvenju glögt 0g skýrt. Athugasemdir og hugleiðingar. . Margg væri að Jninnast í tilefni af heim- sókn þessari og eðlilegum áhrifum hennar á ísleriskt íþróttalíf. Verður þó flest það að bíða betri tíma, ef „Skinfaxa“ skyldi vera líf lagið. Eg ætla hér að eins að drepa á tvö atriði — og það að vísu aðalatriði — sem munu hafa orðið augljós öllum full- skygnum mönnum, er sáu sýningar Norð- manna. Það sem íþróttamenri v o r a skortir svo tilfinnanlega er a 1 v a r a n í áhuga sinum og einbeitni, og því næst h 1 ý ð n i! A 1 v a r a n til þess að lyfta íþróttunum upp í æðra veldi og gera þær fagrar og drengilegar, svo að þær verði annað og meira en auðvirðileg köpp um ímynduð „met“-orð, er á sama stendur hvernig náð sé, ef þau að eins nást! — Alvaran sem endurspeglar þann einasta fullgiilda sannleika og íþróttaverðmæti: H e i 1- b r i g ð s á 1 í hraustum 1 í k a m a. H 1 ý ð n i n a gegri öllum fyrirskipunum og gegn sjálfum sér. Hið einasta sanna „fullveldi" er að geta beygt vilja sinn fús- lega undir nauðsyn ábyrgðar og áreyrislu, og lagt þar fram allan áhuga sinn og krafta óskifta, hvort sem er til íþróttaiðkana, þjóðfélagsstarfa eða annara starfa. Þennari gullvæga eigilnleika skortir allan fjölda íþróttamanna vorra, — og þjóð vora yfirleitt. 21. júní 1921. Helgi Valtýsson. Þinggerð. Ár 1921, fimtudaginn 12. maí, var fjórð- ungsþing Súnnlendingafjórðungs U. M. F. í. sett í húsi K. F. U. M. í Reykjavík kl. 9 f. hád. Voru mættir fulltrúar frá flestum félögum. Þíngið sctti fjórðungsstjóri Þorgils Guö- mundsson. Sungið i þingbyrjun: „Eld- gamla ísafold.“ o. s. frv. Kosinri forseti þingsins Þorgils Guðmundsson og til vara Björn Bjarnarson. Skrifarar Aðalsteinn S'gmuridssori og Guðni. Illugason.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.