Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1921, Blaðsíða 6
14 SKINFAXI Samþykt meö öllum greiddum atkvæö- um. Ennfremur lagöi hann fram þessar till.: 1. Nefndin leggur til a'ö fyrirlestrastarf- seminni sé hagað likt og undanfarin ár, og sé skifst á fyrirlestramönnum milli ung- mennasambanda landsins, ef þess er kostur. Samþ. í e. hlj. 2. Nefndin leggur til aö fjóröungsþingiö heimili stjórninnii aö veita ungmennafélög- unum styrk til heimilisiönaöarnámsskeiöa. Nokkrar umræöur uröu um till. þessar, og svo um beilöni um styrk til viögerðar sundlaug, frá U. M. F. Skéiðamanna. 8. Álit íþróttamálanefndar. Framsögum. nefndarinnar, Aðalst. Sigmundsson lagði fram svohljóöandi tillögu: „íþróttamálanefnd leggur til, aö veittar veröi til í])róttakenslu úr fjórðungssjóði kr. 400.00, sem skiftist til helminga milli U. M. S. B. og Iþróttasambandsins Skarphéðins. Þó skal sú fjárveiting bundin því skilyrði, aö nefnd sambönd leggi fram eigi minni upphæðiir á móti. Öll félög innan U. M. F. I. skulu eiga kost á aö njóta kenslunnar." Björn Bjarnarson flutti svohljóðandi til- lögu: „Fjórðungsþingið ákveður aö ganga nú þegar í í. S. í. fyrir hönd þeirra félaga, sem í fjórðungnúm eru. — Jafnframt held- ur.þáö fast úiö till. síöasta þings. Till. ‘þessi haföi komiö fyrir íþróttamála- néfndf ög flutti hún svohljóðandi rökstudda dag'skrá:' „Þar sem mál þctta er allsherjarmá! meöál ungmennafélaganna, en sambands- þing hiris vegar fyrir dyrum, telur þingiö réft að vísa málinu til þess, 0g tekur því fyrir naéstá mál á dagskrá.“ Samþ. Te.hljT '......... •' Þorst. Þórarinssori flutti svohljóöandi tillögu í samráöi viö íþróttanefnd, er tók • þá.-sina • tillögu aftur: „Fjórðungsþingiö samþykkir að fé því, sem áætlað er til íþróttakenslu næsta ár sé skift sem mest aö jöfnu milli U. M. S. B. og íþróttasamb. „Skarphéðins". Þó skal sú fjárveiting bundin þvi skilyrði, aö nefnd sambönd leggi fram eigi minni uppræðir á móti. Öll félög innan U. M. F. í. skulu eiga kost á aö njóta kensl- urinar. „Þá samþykkir og fjórðungsþingiö að styrkbeiðni Skeiðamanna til endurbygg- ingar sundlaugar sé vísaö til fjórðungs- stjórnar, og henni heimilt að fullnægja henni aö öllu eöa einhverju leyti, ef hún sér þaö fært.“ Svohljóðandi breytingartill. frá Birni Guðmuridssyni: „Legg til að veittar verði til íþrótta- kenslu úr fjóröungssjóöi 1921 kr. 400.00, er skiftist þannig: Til U. M. S. B. kr. 150.00, til íþróttasamb. Skarphéðins kr. 150.00 og til U. M. F. Skeiðamanna kr. 100.00, sem sé styrkur til að efla sund í félaginu. Fjárveitingar þessar eru því skilyrði bundnar, að eins mikið fé sé lagt fram arinarsstaðar frá, og að öll félög innan U. M. F. í. skuli eiga kost á, að njóta kenslunnar. Samþ. með 17:9, og var till. Þ. Þ. þar meö fallin. 9. Kosnir fulltrúar á sambandsþing: 1. Þorgils Guðmuridsson, Vallastöðum. 2. Þórsteinn Þórarinsson, Drumboddsstöð- um. . 3. Sigurður Vigfússon, Brúnum, 4. Magnús Stefánsson, Rvík, 5. Jón Guðnasori, Rvík, 6. Halldóra Sigurðardóttir, Fiskilæk, 7. Aðalsteinn Sigmundsson, Eyrarbakka. -8. Ellert Eggertsson,. Meðalfelli, 9. Guðrún Bjarnardóttir, Grafarholti, 10. Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, 11. Svava Þorleifsdóttir, Akranesi, 12. Jón Þorsteinsson frá Hofstöðum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.