Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1922, Page 2

Skinfaxi - 01.03.1922, Page 2
i8 S K I N F A X I 78,962 pör sjóvetlingar; 5802 ál. vað- máls. Við vorum þá ekki nema- 60 þús- undir, og þá var engin vél til neins hingað komin. Sjálfsagt var þetta ekki „fínn“ varningur, en hann seldist, og enginn hafði neinu til kostað að læra þessa vinnu. — Eg veit vel, að nú er breytt; sumt breytt, sumt ekki. Við erum þriðjungi fjölmennari en um miðja 19. öld, við höfum lært fleira, kunnum meira og höfum nú margvíslegar vélar til hjálp- ar; það ætti því, ef við notuðum tím- ann eins vel og afar og ömmur, að liggja langt um meira eftir okkur í ýmsum iðnaði. Og hvað þörfina, að leggja þetta á okkur, snertir, þá hygg eg, að hún hafi aldrei verið meiri en nú, aldrei verið meira lífsspursmál fyr- ir okkur en einmitt nú, að þjóna okk- ur sjálfir. Við höfum nú um skeið lát- ið aðra þjóna okkur, sitið oft auðum höndum sjálfir, en keypt vinnu af öðr- um, og súpum nú seyðið af þessu ráð- leysi í botnlausum skuldum við aðrar þjóðir. Lítið í landhagsskýrslurnar og teljið saman, hvað álnavaran, sem við kaupum, kostar. — pað er dýrt að láta aðrar þjóðir klæða sig og skæða og fæða, að miklu leyti, mætti bæta við. Við erum nú að sligast undir út- lendum vörukaupum, ætum og óætum. Við kvörtum yfir því, að innlend vinna sé dýr, og hún er það líka; en hún rennur þó inn í þjóðarheimilið; en útlendingum, sem vinna fyrir okkur um öll lönd, verðum við að borga út úr heimilinu; en að sú vinna sé dýr, heyr- ist sjaldan nefnt. Fyrir stríðið fengu sveitamenn rúmar 2 kr. fyrir meðal- gærur; þær komu hingað aftur sútað- ar, og kostuðu þá 10 kr. — þorsteinn gamli á Skipalóni þreif einhvern tíma herðasjal af stúlku í búð, og brá því á vigtina; það reyndist hálfpund að þyngd; ullin var þá í 60 aurum pund- ið, — en 8 krónur kostaði sjalið. Við þyrftum að eiga nokkra svoleiðis þor- steina núna til að opna á okkur aug- un. — Á ófriðartímunum síðustu fengu þjóðirnar tilfinnanlega að þreifa á því, að holt er heima hvað; og að betra er hjá sjálfum sér að taka en sinn bróð- ur að biðja, eða hjá kunningja að kaupa; en þetta sama gildir engu síð- ur á friðartímum. Aðalmeinið, þar sem fólk þyrpist saman, í kaupstöðum og sjóþorpum, er atvinnuleysið. „Ekkert til að gera, ekkert til að gera“, er við- kvæðið. það er eitthvað bogið við þetta. Tíminn, sem aðrir telja peninga, honum verður okkur oft svo lítið úr. Við styðjum oft húsgaflana, skjálfum af kulda og berjum okkur til hita, með- an svitinn rennur af útlendingum hundruðum saman, sem eru að tæta ullina okkar, súta skinnin, sauma á okkur fötin, smíða stólana, sem við sitjum sleðana og leikföngin handa börnunum okkar o. s. frv. o. s. frv. I-Iér þarf að verða breyting á, ef vel á að fará. Hyggin húsmóðir hugsar í tíma fyrir efni, og ætlar hverjum á heimilinu verk að vinna, er tómstund er; svo var það áður í sveitum, og svo mun það, sem betur fer, vera víða þar enn. En það væri synd að líkja bæjarstjórnunum okkar allflestum við slíkar fyrirhyggjukonur. þær sýnast víðast sofa, meðan bæjarholurnar eru að íyllast af aðkomandi verklausum lýð; þegar svo er kominn húsfyllir eða meira, þá er farið að rumska og vara menn við að koma, nákvæmlega mátu- lega of seint; til þess að gera svo eitt- hvað í áttina til bjargar, er farið að fálma í ofboði, taka lán, láta vinna eitt- hvað og eitthvað, sem vafasamt er að borgi sig, og á óhentugasta tíma. það er ekki von að vel fari. — En eg sný mér aftur að iðnaðinum. Eg veit ekki hvort stóriðja yrði þjóð

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.