Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1922, Page 5

Skinfaxi - 01.03.1922, Page 5
SKINFAXl 21 fært að rækja hana en þeim, sem hefir fullar hendur fjár, og sem hafa sér- mentun á fiskaeldi. En þetta er mis- skilningur. Áhöldin, sem notuð eru við fiskaklakið, eru mjög óbrotin og ódýr, getur því hver lagtækur maður búið þau til. þá er og klakaðferðin mjög auðveld; er lítið vandasamara að stunda klakið, en rækta jarðepli eða einhvern annan jurtagróður. Menn þurfa auðvitað, eins og við hvert ann- að starf, sem þeir rækja, að kunna að leysa klakið vel af hendi. þingeyingar hafa komið á fót sil- ungaklaki hjá sér, við Mývatn. Fram- an af höfðu þeir mjög einföld og óbrot- in tæki, en árangurinn af klakinu hef- ir orðið ágætur, og sjá þeir víst aldrei eftir að hafa byrjað á því. Á sama hátt og fræ og plöntur eru fluttar úr einum stað í annan til gróð- ursetningar, eins er það venja erlend- is, að frjófguð fiskhrogn eru flutt landa á milli, til ræktunar, og hefir það að jafnaði gefist mjög vel. Ætti því engin fyrirstaða að vera á því, að flytja hrogn milli ýmsra staða hér inn- anlands, til að klekja út, þarf því ekki, frekar en vill, að frjófga hrognin á sama stað og þeim er klakið út. I hverjum fjórðungi landsins þyrfti að stofna 2 eða 3 stórar klakstöðvar, frá þeim mætti svo flytja frjófguð hrogn til smærri stöðva, sem ættu helzt að vera ein eða tvær í hverri sveit, eða eftir því, sem hagar til á hverjum stað og ástæður leyfa. Víða hagar svo til í sveitum, að búa má til tjarnir, án mikillar fyrirhafnar, og ala upp fiska í þeim. Á þýzkalandi, og víðar, hafa bændur fiskatjarnir í grend við heim- ili sín; geta þeir því ætíð, er þá lyst- ir, fengið sér nýja soðningu, á hvaða tíma árs sem er. þar sem fiskar eru fóðraðir í slíkum tjörnum, venjast þeir manninum og verða spakir, eins og hver önnur tamin dýr. Fiskarnir hópa sig við tjarnarbakkann á móts við manninn, sem kemur með fóðrið handa þeim, og fylgja honum stöðugt eftir, meðan þeir sjá til hans á bakkanum. Ef fiskaræktin hefði verið stunduð hér á landi, eins lengi og matjurta- ræktin, mundi hún nú vera talin jafn- mikilsverð og hún, fyrir velmegun þjóðarinnar. þar sem dýrtíð og fjárkreppa steðj- ar nú að landsmönnum, úr öllum átt- um, ættu sem flestir að taka höndum saman til að klekja út fiskum í ám og stöðuvötnum, og fylla þau með björg og blessun. þúsundir manna geta lifað á því, sem vötnin gefa af sér, ef alúð er lögð við að rækta í þeim fiska. Mér er það ljóst, að ungmennafélög- in eru flest svo störfum hlaðin, að þau geta tæplega bætt á sig fiskaklakinu, fyrst um sinn, þó að þau fegin vildu, en eigi að síður gætu þau gert því mikið gagn. þau geta vakið áhuga á fiskaræktinni, hjá einstökum mönnum, sem líklegir eru til að gætu komið henni í framkvæmd, þar sem ástæður leyfa. Öðru máli væri að gegna, ef ungmennafélagsskapurinn hefði ríflegri styrk úr ríkissjóði, en hann hefir nú, til eflingar störfum sínum, að hann hikaði eigi við að helga fiskaræktinni að einhverju leyti krafta sína, án þess að fella niður önnur störf. Ef fiska- klaki væri alment komið á fót í sveit- um, yrði það starfrækt að haustinu og vetrinum, einmitt á þeim tíma, sem ungmennafélögin hafa helzt næði til að rækja störf sín. það tæki þá við að afloknum heyskapnum. Sáning hrogn- anna á haustin svaraði þá til fræsán- ingarinnar að vorinu, og veturinn mætti þá líka kalla bjargræðistíma, ekki síður en sumarið. Um eitt skeið var komið á fót fiska- klaki á þingvölium og í Kjósinni, og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.