Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 2
S K I N F A X I 26 meiri skortur á þjóðlegum áhuga hér en annarsstaðar. Auðvitað er varhugavert að meta ættjarðarástina eftir Íslandsljóðum, blaðaglamri eða sautjánda-júní-ræðum — enda væri þá yfrið til af henni hér —, en samt ber eg hið bezta traust til almenn- ings í þessu efni. Og undirtektirnar geta sýnt nokkra grein þess, hversu margir menn með íslenzku þjóðinni geta unnið og — umfram alt — vilja vinna óeigingjarnt að andlegu starfi, sem kemur ef til vill ekki að fullum not- um fyr en eftir þeirra dag, og þeirra verð- ur máske alls ekki við getið. En slík starf- semi er hin göfugasta, sem til er«. Jón Ofeigsson, kennari ritar: ». . . Vafalaust er, að allir skynugir menn, leikir og lærðir, geta orðið að miklu liði, ef þeir vilja láta mál þetta til sín taka. ... . . . Vonandi er, að allir þeir, sem unna tungu vorri, telji ekki eftir sér að taka á sig þetta litla ómak og séu fúsir til að leggja fram sinn skerf, svo að veg- ur hennar megi verða sem mestur. Og bregðist menn vel við liðsbóninni, mun það sannast sem oftar, að margar hendur vinna létt verk, Jjótt óvinnandi sé einum«. Magnús Helgason, forstöðum. Kennara- skólans ritar: »Eg óska af heilum huga bæklingi þess- um fararheilla. Erindið, sem hann fer með, er þjóðarnauðsyn. Island á ekki í eigu sinni dýrmætari fésjóð en tunguna. En það er líkt um hana og landið sjálft, að hún er varla könnuð til hálfs, þó að fá- einir ágætir fræðimenn hafi lagt sig þar alla til. Rannsóknir þeirra hafa að mestu lent í forntungunni og bókmálinu. Málfar síðari alda og mælt mál nú á dögum hefir setið á hakanum. Hér er nú meira en mál að bæta úr skák. Fyr en það er gert, eignumst vér ekki orðabók, er við megi hlíta, og með hverju árinu, sem dregst aö kanna mælta málið, eigum vér á hættu, að fleiri orð eða færri týnist að fullu og öllu. Alþingi hefir hin síðustu ár veitt einum manni, Þórbergi Þórðarsyni, lítils háttar styrk til að safna orðum úr alþýðumáli til íslenzkrar orðabókar. Var hann byrjaður á því áður og hefir síðan lagt á það fylstu alúð og orðið furðumikið ágengt. En það er vitaskuld, að slík málkönnun er miklu meira verk en svo, að einn maður komist yfir á skörnmum tíma, eða ríkissjóður hafi efni á að kosta. Hér er því gripið til þess úrræðis, sem mér sýnist heillaráð og eina ráðið, að heita á almenning til liðveizlu. Þykist eg jíá illa þekkja jjjóðrækni Islend- inga, ef þreivri liðsbón verður ekki vel tekið. Þórbergur hefir með bæklingi jæssum lagt á ráðin, hvernig liðveizlunni megi bezt haga, svo að hún komi að sem fylstum notum með minstum kostnaði og fyrirhöfn. Virðast mér vel forsagnir lians, bygðar á þekkingu og eigin reynslu og svo ljósar og vel skýrðar með dæmum, að vel greind- ir menn geti haft þeirra not, jafnvel þó að lítið kunni í málfræði. Þó að Jjær kunni í fljótu bragði að sýnast allmiklar fyrirferð- ar, Joá hygg eg, að Jjær muni reynast auðveldari í framkvæmd, og er ])á ná- kvæmnin fremur til bóta en meins. Má og mikill munur verða að mannsliði, þó að eigi sé alt í fylsta lagi. Gefst hér gott færi ungmennafélögunum að standa við heit sitt, að »efla alt, sem er rammíslenzkt*. Væri þeim sem öðrum Jjað sæmdarhlutur og metnaðar, aö verða Jæssu málefni að sem beztu liði og vinna sér með því til þakkar allra, sem íslenzkri tungu unna.« Sigurður Nordal, prófessor ritar: ... En missir er í hverju orði, sem týn- ist, ekki einungis fyrir málfræði og menning- arsögu, heldur fyrir lifandi bókmál og dag- legt mál. Tungan á eftir megni að yngja sig upp meö Jdví að gefa gömlum oröum nýjar merkingar, og á tímurn, þegar svo mikið af útlendum hlutum og liugtökum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.