Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 4
28 SKINFAXI Skinfaxi Útgefandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. kominn, hve almenn og hve næm sú til- finning er? Við höfum nú öll lesið og hugleitt bréf það, sem sambandsstjórnin hefir skrifað okkur. Bréfið, sem getur um að sambands- stjórnin þurfi ætíð að fá á 'réttum tíma skýrslur frá félögunum og andvirði Skin- faxa. Bréfið ber þess vott, að okkur gengur ekki vel í skólanum, sent eg taldi félags- skapinn okkar vera. Við fáum ekki nógu góðan vitnisburð við ársprófið síðasta. Við höfum víst engin neitt til afböt- unar, nema aldarandann, en það er skamm- góður vermir. Þegar aldarandinn er alt annað en heilagur og leiðir' frá sannleik- anum í stað þess að greiða götuna í sann- leiksáttina, þá verður að gjalda varhuga við leiðsögunni, og — ekki nóg með það, heldAr blátt áfram ráðast á hann og breyta honum, enda þótt þar sé »þunga þraut að vinna«. Það er kvartað um slælega unnin störf bæði í þarfir hins opinbera og einstakra manna, við megum ekki vera smámynd af Jjví. Það er kvartað um ólög- hlýðni og virðingarleysi gagnvart lands- lögunum, lífsreglunum sem Jijóðin hefir sett sér sjálf til J^ess að greiða sér leið til fullkomnunar. Við megum ekki gerast sekir í því sama. Kvartað er einnig um ókærni og samvizkuleysi margra embætt- ismanna landsins, einkum lækna og lög- fræðinga og annara, er framkvæmdarvaldið hafa í höndum sér. Við erum sjálfir okkar eigið framkvæmdarvald, eins og íslenzka Jojóöin var það í heild sinni á gullöld hennar, og hefir sambandsstjórnin sýnt með bréfi sínu hvernig hún vill að við rækjum framkvæmd okkar eigin laga. Nú er tími til þess að gera ákveðna ákvörðun í Joví, hvort ungir íslenzkir menn vilji láta nokkuð til sín taka eða ekki, hvort Joeir vilja falla frá prófi, eða ef til vill ganga úr skóla, þegar mest á ríður, eða hvort þeir vilja sýna rögg af sér, æfa og styrkja hönd og huga og öll Joau dýr- mætu öfl, sem hver einn hefir yfir að ráða, í þessum sameiginlega yndislega æskulýðsskóla okkar ungmennafélaganna og taka síðan þaðan fullnaðarpróf manns, fullorðins manns, með þeim vitnisburði, að hann sé æfður orðinn í Jdví að sýna trúmensku, skyldurækni og samvizkusemi í því verki, sem hann er fær um að vinna í þarfir lands og þjóðar; alveg sama hvaða heiðarlegt starf það er. Kæri félagsbróðir eða félagssystir, ef þið skylduð einhver finna að Jfið vanrækið félagsstörfin, ef þið eruð ykkur þess með- vitandi að á ykkur hvíla skuldir, sem Jfið eigið að greiða, t. d. félagsgjöld o. s. frv. þá munið að láta það ekki »drasla« svona iengur. Munið það að eitthvert þyngsta fargið, sem bæði á þjóðum og einstak- lingum getur hvílt, er skuldafargið. Eg veit fyrir víst að skuldir ykkar eru ekki svo miklar að farg megi nefnast, og Jfið getið léttilega losnað við svo litla byrði, og það er ekki þess vegna, að eg minn- ist á þetta hér, heldur vegna þess, að eg finn, eða mér skilst, hve heillavænleg- ar horfur Jjað væru núna, Jjegar ])jóðar- heildin stynur undir skuldafarginu, að sjá árroða sjálfstæðisins á Jjví sviði renna upp í tjaldbúðum íslenzku vormannanna. Mörg dáðrík og framlynd hetjan, hefir á Islandi lifað, starfað og dáið, svo fyrir- myndir eru nægar. »Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir«, sagði Gunnlaugur ormstunga. Ef við særumst í stríðinu fyrir umbót aldarandans, þá deyjum standandi, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.