Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 7
SKINFAXI 31 munu námsflokkarnir fá að kenna á því. Ekki er líklegt að við getum á nœstu ár- um gefið út mikið af bókum handa náms- i'lokkunum, eins og Svíar gera. Verðum þvi allnijög að bjargast við erlendar bæk- ur fyrst um sinn. En kostur er það við námsflokkana, og bann ekki lítill, að þar befir bver einstakur not af tungumála- kunnáttu allra, þó að allir kunni sitt tungu- málið bver. Strjálbygð í sveitum og slæmt tíðarfar um námstimann veldur einnig örðugleik- um, þó að nágrannar veljist að jafnaði saman í flokk. Vel veit eg, að ekki er ætíð liættulaust að ferðast á vetrum. Um alt þetta mætti margt segja. Eg hefi t. d. heyrt kunnugan mann segja, að betra sé að halda saman söngfiokki í sveit en i kaupstað, þrátt fyrir samgönguörðugleik- ana. Unga fólkið i sveitunum hefir sam- komur oft á bverjum vetri, og væri víst ekki til lítils að ráðleggja því að hætta við það, enda ratar það venjulega heim aftur, sem betur fer. Símar, girðingar, veg- ir, brýr, vörður, gluggar með ljósum o. s. frv. verður alt til leiðbeiningar og öryggis. pessu fjölgar öllu smátt og smátt, og sjálfsagt er að gera alt, sem hægt er til að tryggja menn á vetrarferðum. Notkun skiða og skauta vex og verður til fyrir- greiðslu. Flestir verða úti vegna þess, að þeir kunna ekki að búa sig og ennþá síð- ur að liúa um sig úti, ef þess þarf með. Væri þörf að mynda námsflokka til að ‘nema bvorttveggja. Annars mættu víst flestir taka undir með sálmaskáldinu og segja: „Eg geng í hættu hvar eg fer“, og stundum eru þeir i mestri Jiættu, sem mest forðast að leggja sig í liættu. Vonandi geta ungir íslendingar enn þá skemt sér úti í óveðrum. Ef þeir glöt- uðu liæfileikanum til þess, yrði einni skemtun færra, sem Island hefði að bjóða, og landið mun óvistlegra fyrir þjóðina eft- ir en áður. Reyndar munu fáir sækja náms- flokkafundi um fjallvegu í hríðum, og væri þó íslandi gott að eiga ungar hetjur, sem það gerðu. Framh. Félagsmál, Ungmennafélög höfðu sumstaðar þann sið, fyrir nokkrum árum, að heimsækja hvort annað og halda fundi í sameiningu. Hafði þetta mjög góð áhrif á starfsemi félaganna og glæddi félagsandann. Þessu varö þó ekki komið við nema þar, sem félögin voru nálægt hvort öðru. Getur verið að þetta eigi sér stað einhverstaðar enn, þó að mér sé það ekki kunnugt. En víðast hvar hagar svo til að ókleift er fyrir félögin að halda slíka samfundi. En í staðinn fyrir samfundina — eða þar sem ekki er hægt að koma þeim við, ættu einstök félög, í hverju héraði, að velja einn eða tvo menn, úr sínum hóp og senda hvert öðru einu sinni eða tvis- var á ári. Félögunum væri trúandi til að taka gestum þessum vel. Ættu þeir að halda fyrirlestra á fundum í félögunum eða að minsta kosti að segja ýtarlega frá högum og störfum síns eigin félags. Skift- ir þetta miklu fyrir vöxt og viðgang fé- laganna; þeim gefst kostur á að kynnast og læra af reynslu hvers annars. G. D. Úr Svarvaðardal er skrifað: Andlegt líf er hér nreð fjörugra móti í vetur. Staf- a'r það mest af forgöngu ungmennafélags- ins, sem hér hefir haldið uppi öfiugri starf- semi, á ýmsum sviðum, i mörg ár. Og til þess að fá enn meiri byr í seglin hefir verið stofnað annað ungmennafélag í fram- sveitinni, og spá ýmsir að milli þessara tveggja félaga myndist holl samkepni sveitinni til hagsældar og framfara í hví- vetna. (Morgunblaðið). Leiðrétting. í síðasta blaði Skinfaxa bls. 24. 3. 1. a. o. á að standa: hljómband, í staðinn fyrir hjónaband. Prentsmiðjan Acta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.