Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 3
SKINFAXI 27 streymir inn í landið, þarf íslenzkan allra sinna muna með, ef hún á ekki að fyllast af erlendum orðum eða bragðlausum ný- yrðum. . . . . . . Loks vildi eg minna menn á, hve mikið þeir geta sjálfir lært og þroskast á þessu starfi, að ef þeir vinna af alúð og dyggilega, eiga þeir kost á verkalaunum, sem eru betri en gull og silfur. Þegar eg mæti ungum manni með grasatínu, þá veit eg, að hann er að læra meira en grasafræði: hann lærir eftirtekt, athugun og' óeigin- gjarnan rannsóknaráhuga að auki. En orðasöfnunin er andleg grasatínsla, og sá sem skerpir athygli sína á henni, mun síðan kunna að beita henni við aðra andlega hluti. Hann hefir náð í þráðarenda, sem hægt er að rekja sig eftir lengra og hærra en hann í fyrstu kann að gruna*. Hverjum góðum Islendingi koma jafnan í hug ungmennafélögin„ þá er mikils þarf við um þau mál, er varða þjóðerni vort. Er það að vonum og auðskilið. En hér er um að ræða, þar sem er orðasöfnunin, það málefnið, er svo er nákomið ungmenna- félögunum, að í stefnuskrá þeirra er lögð á það meiri áherzla, en nokkurt annað ákvæði hennar. Þar stendur skrifað: »Sér- staklega skal leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið«. Þetta atriði stefnuskárinnar hefir einatt reynst félögunum mjög torvelt í framkvæmd, þótt þau hafi lagt kapp á að halda það í heiðri. Ohætt má og fullyrða, að engum ungmennafélaga hefir nokkru sinni komið í hug'að nema það á burt úr stefnuskránni, né draga úr því á nokkurn hátt, þótt fundið hafi þeir örðugleika á framkvæmd- unum. Félagsmenn hafa einatt séð, hve nauðsynin var brýn í þessu efni, vegna hinna róttæku byltinga í þjóðarháttunum. Þeir hafa því ávalt verið einhuga um þá skyldu, er á þeim hvílir um verndun móðurmálsins. En leiðirnar eru vandfundnar, þær er færar séu félögunum. Ein færasta leiðin, sem og einnig liggur beint að markinu, er án efa orðasöfnunin. Fátt mun þess vegna ungmennafélög- unum meiri ánægja en að taka þátt í þessu starfi í þarfir móðurmálsins. Er þeim því leiðarvísir Þórberga besti fengur. Hvert einstakt félag ætti að athuga á hvern hátt það getur mest og best sint þessu nauðsynjamáli og fá sína bestu menn, til þess að takast á hendur fram- kvæmdirnar. Eorgöngumennirnir ættu svo sem fyrst að tilkynna Þórbergi nöfn sín og heimili, svo að hann geti sent þeim allar leiðbeiningar um starfið. Hr. Þórb*ergur Þórðarsson hefir lengi verið í flokki ungm.fél. í Reykjavík. Er sennilega þaðan runninn hans ósíngjarni og einbeitti áhugi á starfi þessu. Loks skal þess getið, að leiðarvísir Þórbergs er svo vel ritaður, að ágæt skemtun er að lesa hann. Efnið er og nytsamur fróðleikur og frágangur allur prýðilegur. Guðmundur Jónsson. Hugleiðingar. « Það eru nú liðin tæp 12 ár síðan eg gerðist félagi í U. M. F. I. — Frá því fyrsta er eg fór að hugleiða starf og stefnu félagsskapar okkar, hefir mér verið það ljóst, að aðaltilgangurinn er að æfa félagana í því að verða góður, samvizku- samur og þjóðrækinn íslenzkur ríkisborg- ari. Sú æfing átti að nást með framkvæmd félagsstarfanna, alt frá starfi einstaklings- ins í þarfir félags síns, til samvinnu sam- bandsheildarinnar, sem allir œttu að finna glögt að þeir eru liðir í, ef æfing á að nást í því að finna til sjálfs sín, sem borg- ara, með ábyrgð á líðan og gengi heils þjóðfélags. — Og, ætli meginmáttur hvers þjóðfélags sé ekki allra helzt undir því

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.