Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI Hjálpuðu sýningarnar mjög til þess að vekja athygli og áhuga almennings á málinu. Eyrarbakka, 4. marz 1922. Aðalsteinn Sigmundsson. Frá Svíþjóð. Námsflokkar. í sambandi við sum hin nýrri alþýðu- bókasöfn í Sviþjóð eru sérstakar stofur ætlaðar nómsflokkum til fundahalda. Sennilega fáum við þær einnig hér í kaui>- stöðunum, þegar fram líða stundir. í sum- um sveitum hér ó landi eru sæmileg sairi- komuhús. Ef sveitin á bókasafn, r.r þa'3 venjulega geymt í samkomuhúsinu. Á stöku stað kynnu námsflokkar að geta feng- ið stofu í samkomuhúsinu t.il fundabalda. Ef til vill gætu þá flokkanemendur hald- ið fundi meðan aðrir dansa. En Svium þykir ágætt að hafa námsflokkafundina heima hjá einhverjum flokksmanninum, ef þess er kostur. Verður þá mestur heim- ilisbragur á samkomunum. Eg kyntist hjónum i Stokkhólmi, sem stýrðu sínum námsflokknum hvort., og var tvisvar A flokkafundum heima hjá þeim. Blærinn var látlaus og frjálslegur, heimilislegur í orðs- ins beztu merkingu. Við eigum viða góð heimili, sem einmitt gætu orðið hentug heimili námsflokka. Væri þá bezt að hafa fundina i dagstofunni — baðstofunni, og heimilisfólkið sem áheyrendur, þótt ekki væru nema sumir með í flokknum, eða fær- ir um að taka þátt í umræðunum. Muiidi reynast liolt æskulýðnum, að halda fund- ina i andrúmslofti fyrirmyndar heimilis, og fyrir heimilisfólkið væri það mentandi. Börnin hlusta með öll skilningarvit opin til að njóta sem bezt nýnæmisins, og gamla fólkið yngist upp við að fylgjast með um- ræðunum. Næsta kvöld leika börnin náms- flokkaleik. það er þeim gott, og visir ann- ars meira. Til hafa verið námsflokkar i Svíþjóð, þar sem ekki hefir verið sagt frá efni bókanna á fundum, heldur lesnir valdir kaflar og rætt um þá á eftir. Frásögnin er betri. Er þá efnið dregið saman og sagt frá meiru en hægt væri að lesa á jafn skömmum tíma. Að þurfa að segja frá, neyðir menn til að lesa betur og muna betur, og að iðka frásagnarlist, sem er mikilsvert. En ekki efast eg um, að lestur skáldskapar og fræða upphátt á kvöldvökunum hefir orð- ið þjóðinni að miklum menningarnotum, og mætti þó betur verða, ef meira væri rætt um það, sem lesið er, en víðast hefir orðið. Víða i sveitum er siður að veita öllum beina, er að garði ber. þetta er varhuga- vert. Námsflokkafundirnir eiga að vera eftirsóknarverðir fyrir heimilin og mega ekki vera til byrði eða óþæginda að óþörfu, heimilin þurfa að varast að hrinda frá sér námsflokkum og nemendum, sem ekki vilja vera öðrum til þyngsla, því að það er að öllum jafnaði eftirsóknarverðasta tegundin. Um námsflokka í kaupstöðum sé eg ekki ástæðu til að rita sérstaklega hér, meira en eg hefi gert. þar á alt að vera hægra, ef áhuginn er ekki minni. það er ekki hægt að segja mikið um námsflokkana í svo stuttri grein, sem Skinfaxi getur flutt, hvernig sem reynt er að þjappa efninu saman. Eg verð að leyfa ungmennafélögum og öðrum lesendum Skinfaxa að leita til mín frekari upplýs- inga. Ákveðnum spurningum þeirra, sem vilja reyna þessa námsaðferð, mun eg leit- ast við að svara. En mér er ljóst, að við margskonar örðugleika er að etja og varla við að búast, að hægt verði að greiða vel úr þeim öllum að svo stöddu. T. d. er þröngur bókakostur og vankunnátta í er- lendum tungumálum ein stærsta hindrun- in á menningarveginum hér á landi, og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.