Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1922, Blaðsíða 5
SKINFAXI 29 »kóngajafnar«. Rykkjum út örfum rang- sleitninnar og tildursins og segjum með Þormóði Kolbrúnarskáldi: »Heitt er oss um hjartarætur, vel hefir konungur alið oss«. Ekki neinn jarðneskur konungur á gómsætu kjarnmeti, heldur konungur kon- unganna á andans ágæti því, sem engin þjóð má án vera, sem ætlar sér að »þrosk- ast á guðsríkisbraut«. Bj'órn Guðmundsson. Handavinnunámsskeið U. M. F. Eyrarbakka. Heimilisiðnaður er þjóðarnauðsyn, og gæti verið afardrjúg lyftistöng þjóð vorri — nokkuð fjárhagslega, svo sem nú er mjög þörf á, og þó einkum sem uppeldis- meðal og þroskatæki. En eitt hið albezta ráð til eflingar heimilisiönaði er að vekja og fræða fólkið með námsskeiðum, svip- uðum þeim, sem U. M. F. Eyrarbakka hefir haldið. Vorið 1921 réðst U. M. F. E. í að koma á námsskeiði fyrir félaga sína, í þessum iðnaðargreinum: Hrosshárs-, bast- og tágavinnu, burstagerð, mottugerð o. fl. Fékk félagið lánaða kenslustofu í barna- skólahúsinu, til þess að hafa námsskeiðið í. Hófst það þegar að skóla loknum (3. maí) og stóð fullar þrjár vikur, 4 stunda kensla á dag. Var félagið einkar heppið í kennaraútvegun, er það fékk frú Herdísi Jakobsdóttur frá Húsavík. Nemendur á námsskeiði þessu voru 15, á aldrinum 9—15 ára. Vakti það þegar töluverða eftirtekt í þorpinu. Nokkrir hlutir frá námsskeiði þessu voru sendir á landssýninguna í Reykjavík s. 1. sumar. Vöktu þeir þar svo mikla eftirtekt og fengu svo mikið lof, að stjórn U. M. F. E. afréð þegar að halda lengra í þessa átt. Var frú Herdis þá þegar ráðin til kenslu á næsta vetri, þeim, sem nú er brátt á enda. Hófst 2. námsskeiðið 1. nóvember s. 1. og stóð jafnlengi og hið fyrsta, með sama stundafjölda. Að því loknu hófst 3. námsskeiðið og stóð enn þrjár vikur, en að eins tvær stundir á dag. 4. og síðasta námsskeiðið stóð fjórar vikur, beggja vegna mánaðamóta janúar og fe- brúar, tvær stundir á dag. Aðsókn að námsskeiðum þessum hefir verið svo mikil, að ekki hefði orðið fleira komið fyrir, enda höfðu seinni námsskeiðin þrjú þröngt húsrúm. Samtals hafa nem- endur verið 55 á öllum náinsskeiðunum, karlar og konur; 17 þeirra innan ferm- ingar. Alls hafa verið fullgerðir 317 hlutir, smáir og stórir. Kennir þar ýmsra grasa, og er ógerningur að telja hér frarn allar þær tegundir. Sem dæmi má nefna: Sauma- körfur (jo) á fótum — hvorttveggja í senn: stofustáz og búkonuþing — blóma- stæði af ýmsum gerðum, borðkörfur og tínur, margar tegundir, hnífaparakörfur, bréfakarfa, blaðaslíðrar, veggkörfur; ritfell, bastpokar, ýmiskonar burstar og sópar, o. m. fl. Einkum vil eg þó nefna tvær tegundir iðnaðar, er mjög ruddu sér til rúms og mikið er farið að nota hér, en voru áður óþektar. Annað er einkar góðar gólfmottur, sem gerðar eru úr úrgangs- köðlurn, er mikið fellst til af á verstöðv- um. Hitt eru skór úr hrosshári, og hafa þeir sérstaklega verið lofaðirw Skó þessa hefir, eftir því sem mér er kunnugt, frú Herdís búið til fyrst manna. Eru þeir hreinasta afbragð til inninotkunar, hlýir, snotrir, níðsterkir og tiltölulega ódýrir. Ætti sú skógerð að útbreiðast sem mest, því að hún er bæði hagkvæm og þjóðleg. Almenningi var gerður kostur á að sjá muni tveggja fyrstu námsskeiöanna, og voru sýningar þær vel sóttar. Komu á hina seinni 104 fullorðnir og- urmull barna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.