Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 1
/■ Atthagarnír. Flestum mönnum er svo varið, að þeim þykir vænna um átthaga sína en nokkurn annan blett á landinu, og það án tillits til þess, hvort þeim hefir liðið þar vel eða illa í uppvextinum. því fjær átthögunum, sem menn búa, því vænna þykir þeim um þá, og þéss sterkari er átthagaþráin. þeir sem dvelja í átthögum sínum alla æfina, og í grend við þá, verða ekki eins varir við þessa tilfinningu, eða hún verkar öðruvísi á þá. Vænst þykir mönnum að jafnaði um bæinn og umhverfi hans, þar sem þeir léku barnaleikana, og nutu fyrst að- hlynningar foreldranna. Endurminning- ar æskuáranna fylgja mönnum eins og bjartur ljósgeisli frarn í elliár. þegar gamla fólkinu verður skrafdrjúgt um það, sem gerðist á æskudögum þess, hættir sumum hinum yngri mönnum að kalla slíkt „skrum“ og „raup“. þess er ekki ætíð gætt, að hinir eldri og reyndari láta þar í ljósi hinar helgustu tilfinningar sínar, sem öllum er skylt að bera virðingu fyrir. En það er sitt- hvað að láta sér þykja vænt um æsku- stöðvarnar, og að þekkja þær til hlítar. Hver einasta sveit á sögu, sem aldrei hefir verið skráð. Engir vita um það, hverjir reistu fyrstu bæina í sveitunum, að fáum undanskildum, eða hverjum breyting- um húsaskipun hefir tekið á undan- förnum öldum. Engir vita. hverjum stakkaskiftum járðirnar hafa tekið frá því fyrsta að þær voru bygðar. Engir vita heldur, hvað fólkið í hverri sveit hefir þolað, og hvað það hefir lagt í sölurnar í baráttunni fyrir tilverunni. Margt fleira, sem snertir heimilishagi manna og þátttöku þeirra í opinberum málum, vita menn ekkert um. það er svo langt frá því að vér þekkjum átthagana, að nokkru ráði, sögu sveitanna eða bændabýlanna á landinu. Síðan íslendingasögurnar voru færðar í letur, hafa fáar eða engar átt- hagasögur verið skráðar. En fornu sög- urnar ná þó ekki nema til nokkurra héraða, eru harla óljósar á sumum sviðum, og ná aðeins yfir stutt tíma- bil af æfi þjóðarinnar. Margir sögulegir viðburðir hafa gerst víðsvegar í sveitum, sem nú eru með öllu gleymdir. Bæði var vanrækt að færa þá í letur, meðan þeir voru í fersku minni, og margt, sem ritað var, hefir glatast. En á þessu verður nú ekki ráðin bót. Vafalaust gerast margir viðburðir nú á dögum, í sveitum, sem hvergi eru skráðir, og' sem eru í sjálfu sér engu ómerkari en þeir, sem fornsögurnar geta um. Vér metum ekki gildi þeirra, af þeirri ástæðu, að vér stöndum þeim of nærri. En þrátt fyrir það geta þeir orðið mikilsverðir fyrir framtíðina, ef þeim væri safnað saman í eina heild.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.