Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 4
36 SKINFAXI S k i n fa x i Utgefandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalcldagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innhcimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. einnig hér sem almcnn hreyfing með trú á mátt sinn, og hefir síðan án efa orðið menningu þjóðarinnar að miklu liði. Með þessum orðum vil eg afhenda ung- mennafélagsskapnum námsflokkahreyfing- una til fósturs. Hún er yngri systir hans, og á eftir að verða miklu voldugri menn- ingarhrevfing, en hann er ennþá orðinn. Hann á að bera liana og leiða á meðan hún ekki sér um sig sjálf. Við það afrek mun hann vaxa og styrkjast meir en Við nokkuð annað. Svo eiga þau að vinna sam- an sem góð systkin að þvi mikla og göf- uga starfi, að gera íslenzku þjóðina að einni hinni mestu menningarþjóð í heimi. Sigurgeir Friðriksson, Sambandshúsinu, Reykjavík. -----0---- Brot úr kvæði er flutt var á gleðikvöldi U. M. F. Akureyrar 1922 fyrir minni ungmennafélaganna. Æskumenn! — Til ykkar hrópar íslands vættur hver: Gangið fram. — Á lífsins leiðum liði fylkið þér. Margt skal vinna. Hátt skal horfa, heykist ei í raun. Keppist um að eignast þjóðar óskbjört sigurlaun. Aldrei skyldu sveinn né svanni svíkja gefin heit, heldur vernda gullið góða, göfgan andans reit. Hvar sem gengur fram í fylking, fríður æskuher, himinn Guðs í hugsjón hverri hjartað eigi sér. Heill þér djarfa, unga æska, íturprúða drótt! Sæk þú fram mót sól og vori, sigra hverja nótt. Berðu efst á eigin skildi íslands heiðurs-kranz, — þá mun gefa glæstan sigur, Guð vors fóstui'lands. Jón Sigurðsson (frá Dagverðareyri). ——o------ Ránfuglarnir. Ernir og valir hafa fækkað að mun hér á landi undanfarin ár, svo að útlit er fyrir, að þeir verði bráðum aldauða, einkum örninn. Fækkunin mun stafa af því, að fuglar þessir hafa drepist af eitri. Á síðustu áratugum hefir ver- ið eitrað fyrir tófur um land alt, en árangurinn af eitruninni oi'ðið aðallega sá, að útrýma, að mestu eða öllu leyti ránfuglunum. Drápsaðferð þessi er al- veg óverjandi, þó að tófan eigi í hlut, hún er ekki samboðin nokkurri þjóð, sem á einhvern siðmenningarvott. það er ilt til þess að vita, að einkennileg- ustu fuglategundirnar, í náttúru lands- ins, skuli deyja út fyrir þessa sök. Örninn mátti kallast með réttu kon- ungur fuglanna hér á landi, og valur- inn var á fyrri tímum konungs ger- semi, og lengi hafður sem merki Is- lands. Örninn er nú að vísu friðaður, en friðunin kom of seint, og er í sjálfu sér gagnslaus, meðan haldið er áfram

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.