Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 ur þó út yfir alt. Eitrið hefir ekki ein- ungis kvalið lífið úr tófunni, heldur líka ránfuglunum, og stutt að útrým- ingu þeirra. Orsökin til þessarar of- sóknar er vitanlega sú, að menn vilja koma í veg fyrir þann skaða, sem sagt er að tófan geri á sauðfénaði lands- manna, en nú má telja áreiðanlegt, að sauðféð, sem tófan drepur, er örfátt, í samanburði við allan þann sæg af kindum, sem drepnar eru úr hor og illri meðferð. Sauðfénu stafar miklu rneiri hætta af mönnunum, en tófunni. Refaeldi hér á landi mundi að vísu ekki gefa eins mikinn arð og það gerir í Kanada, nema því að eins að þaðan væru fengnir silfurrefir til kynbóta, en eflaust mætti þó tífalda — eða meir — verðið á innlendu refsbelgjunum, við það sem nú er, ef tófur væru aldar hér upp, og sérstaklega ef refakynið hér yrði blandað með rauðu refunum í Mið-Evrópu. í nokkur ár hefir tilraun verið gerð með refaeldi í Elliðaey á Breiðafirði. Á þessu hefir lítið verið að græða. Ref- irnir ganga sjálfala um eyna, og engin tilraun gerð með kynbætur. Svo vildi óheppilega til, að frostaveturinn 1918 gengu allir refirnir á ís í land úr eynni. Við þetta atvik sló miklum ótta á lands- menn, og Alþingi leizt ekki betur en svo á blikuna, að lá við sjálft, að það bannaði með lögum refaeldi hér á landi. En aldrei hefir samt komið til orða að banna mönnum með lögum að ala upp sauðfé, sem drepa úr hor; það stæði þó miklu nær, en hefna sín á tófunni. Refaeldi hlýtur fyr eða síðar að komast í framkvæmd hér á landi. Ann- aðhvort verða einstakir menn og félög að koma því á fót, eða ríkið að taka það að sér. Bezt væri að ríkið kostaði refaeldið og nyti ágóðans af því. það ætti að senda mann til Kanada til að kynna sér refabúin þar og alla tilhög- un á refaeldi, og jafnvel fá þaðan kyn- bótarefi. Tófan hefir ekki ætíð valdið svo miklu tjóni á sauðfé landsmanna eins og af er látið, og menn ímynda sér. En hvort sem hún gerir mikið eða lítið tjón, ætti að vera auðvelt að fá það margfalt endurgoldið, með refaeldinu. það verður ekki séð, að þjóðin yrði á nokkurn hátt betui' stödd fjárhagslega, þó að tófunni væri algerlega útrýmt, og refaeldi bannað. Náttúra landsins yrði aðeins einni dýrategund fátækari. En hinsvegar gæti tófan gefið mikinn arð, væri hún alin upp, og kynið bland- að útlendum refategundum. Yrði verulega góðui' árangur af refa- eldinu, kæmi það í ljós, að þjóðin hef- ir átt ónotuð auðæfi í landinu, sem hún af vanþekkingu og hirðuleysi hefir tal- ið einkis virði og jafnvel skaðleg. G. D. ----o---- r Ymislegt. Víðavangshlaup. Síðan fyrsta sum- ardag árið 1916 hefir víðavangshlaup íþróttafél. Reykjavíkur verið haldið, og ái'lega með meiri og betri þáttöku, bæði félaga og einstaklinga. Má það nú teljast meðal stórviðburðanna í íþrótta- lífinu hér í höfuðstaðnum og sunnan- lands, einkanlega er tekið er tillit til þátttöku, því í engum kappleik hér á landi hefir svo mikil þátttaka fengist; er það og nokkuð að vonum, því að til þess að þátttaka fáist í hlaupinu, verð- ur sama félagið að senda að minsta kosti 5 menn (1 sveit) til þátttöku fyr- ir sína hönd, — en hámarksfjöldi ekki takmarkaður. — Hlaupið er sveita hlaup, þó 1., 2. og 3. maður séu alt af verðlaunaðir sérstaklega, og vinnur sá

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.