Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 2
34 SKINFAXI Fróðustu og ritfærustu mennirnir, í hverri sveit á landinu, ættu nú að taka sér penna í hönd og rita sögu átthaga sinna eins nákvæma og hlutdrægnis- lausa og unt er. J>að ætti að lýsa hverju einasta bændabýli, og geta um þær breytingar, sem hver jörð hefir tekið, í minnum þeirra manna, sem nú lifa; og segja frá jurtagróðri, hlunn- indum, eyðibýlum, örnefnum og sögn- um, sem við þau eru tengd; skýra frá sögulegum viðburðum, sveitarstjórn, bændum, geta um fólksfjölda, atvinnu, þátttöku manna í opinberum málum, lýsa æfiferli einstakra manna, félags- skap og allskonar framförum o. m. fl. Slíkt rit gæti orðið efniviður í nýjar íslendingasögur, þótt með öðru sniði yrðu en fornu sögurnar. Ungmennafélagar eru meira og minna dreifðir um alt land; þeir eiga heima, nálega í hverri sveit á landinu, og eru víða kunnugir mönnum og mál- efnum. þeir ættu að reyna að koma þessu til leiðar í átthögum sínum, með því að safna sjálfir drögum að slíku riti, eða fá aðra til að gera það. Að minsta kosti ættu ungmennafélagar að rita söguþátt um sinn eigin félagsskap, og starf hans í sveitinni. Efnisvali get- ur hver raðað niður eftir geðþótta sín- um. Bezt væri að margir ynnu að þessu ritsafni í sameiningu, í hverri sveit. Tæki þá hver það atriði, er hon- um lét bezt að fást við, en bæri sig þó ætíð saman við hina, einkum þar sem efnið grípur hvað inn í annað. Vér vitum að ótal margt hefir glat- ast af allskonar fróðleik og þjóðlegum fræðum, frá fyrri tímum, sem vér vild- um nú gefa mikið fyrir að til væri, og enn meira hefir gleymst af merkum viðburðum, sem aldrei hafa verið færð- ir í letur, en um það tjáir ekki að fást. Menn líta jafnan svo á, að flestir við- burðir, sem þeir sjálfir, eða samtíða- menn þeirra, eru við riðnir, séu svo ómerkilegir, að ekki sé vert ,að skrá- setja þá, verða þó flestir að viður- kenna, að margt af því, sem oss þyk- ir nú lítils um vert að haldið sé á lofti, getur haft mikla þýðingu fyrir eftir- komendurna og komið í veg fyrir marg- an misskilning og deilur, er þeir fara að brjóta fortíðina til mergjar. Einsstaklingarnir og þjóðin í heild sinni skapar viðburðasöguna, sagnfræð- ingurinn ritar hana upp handa eftir- komendunum. pá taka vísindamennirn- ir við og útskýra hana fyrir samtíða- mönnum sínum. En því miður hættir mörgum við að gleyma að skrásetja sögu samtíðar sinnar, meðan þeir eru að grúska í fortíðinni. íslendingar eru kallaðir Söguþjóð, og ísland: Sögueyjan. Nafnbætur þessar eru þeim að þakka, er rituðu Islend ingasögurnar, og aðra forna sagnfræði og ættfræði hér á landi, er geymst hef- ir fram á þennan dag. Síðasti sagnaritari á 19. öld var Gísli Konráðsson. Hann skrásetti viðburðina, sem gerðust fyrir og um hans daga, í einstökum héruðum landsins. Með þessu varðveitti hann mikinn fróðleik, sem annars hefði glatast. En margt vantar þó, í héraðssögur hans, um at- vinnuvegi, jarðalýsingar o. fl., sem hefði þýðingu fyrir eftirkomendurna, en aftur á móti má fá í sögum hans glögga hugmynd um skapferli manna og málefni einstaklinganna. Bóka, blaða og tímaritamergðin hef- ir aldrei orðið eins mikil á íslandi og á síðustu 20—30 árum. En í öllum þessum sæg af prentuðum ritum, er mjög fátt, sem hægt er að telja með héraðasögum eða lýsingu á nútíma- lifnaðarháttum manna, í einstökum sveitum landsins. Auðvitað flytja blöð, og einstöku tímarit, frásagnir um áber- andi viðburði og búnaðarhætti, víðs-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.