Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 6
38 SKINFAXI annað, fyrst í stað, hvernig sem að var farið. Loksins fundu menn orsökina. pað hafði ekki verið athugað, að tóf- urnar eru einlcvænis dýr, var því haft fleira, en eitt tófupar saman í hverri stíu. Menn komust loks að raun um að yrðlingarnir dóu ekki eðlilegum dauð daga; foreldrarnir drápu þá. þegar menn komust að þessu, breyttu menn til og höfðu eftir það eitt par í hverri stíu, varð þá engin fyrirstaða að ala upp yrðlingana. Nú fóru menn að gera tilraun til að blanda saman refakynun- um. Út af mórauðu refunum og silfur- refunum komu kynblendingar mórauð- ir að lit, með dökkum flekkjum, sem kallaðir voru mislitu refirnir; þeim var síðan blandað saman við silfurref- ina, en það þótti mönnum kynlegt, að helmingurinn af yrðlingunum undan þeim, urðu silfurrefir, en hinir mórauð- ir. þar næst var silfurrefunum bland- að saman aftur, og þá urðu allir yrð- lingarnir hreinir silfurrefir. Síðan hef- ir silfurrefunum margoft verið bland- að saman, og árangurinn orðið sá, að afbrigði hafa fengist, sem auðvelt er að ala upp, og gefa af sér mjög dýr- mæt loðskinn. Dæmi eru til, að silfur- refaskinn hafa verið seld fyrir 1800 dollara (um 7000 kr.). Og fyrst fram- an af var gróðinn af refaeldinu 1000 af hundraði. Eftirspurn hefir aukist svo stórkostlega eftir kynbótarefum, að þeir hafa komist í afarverð. Fyrst var parið af silfurrefum selt fyrir 1000—2000 dollara, svo hækkaði það upp í 3500 og loks komst parið upp í 20000 dollara, eða um 80000 kr. pað var dálaglegur skildingur. Kringum refabúin eru háir skíðgarð- ar, en fyrir innan þá er svæðinu skift niður í stíur eða krær. í skilrúm er haft þéttriðið vírnet. Skógartré vaxa innan girðinga, þau skýla refunum fyr- ir sólarhitanum. Sérstakrar varúðar verður að gæta, þegar ókunnugum mönnum er leyft að skoða refabúin. það hefir viljað til, að tófurnar hafa trylst við komu slíkra gesta, og drepið yrðlingana. í sumum refabúunum eru tófurnar eins vel tamd- ar og hundar. þær liggja í hálmköss- um inni í stíunum. En annars er jarð- vegi svo háttað í flestum búunum, að refirnir geta grafið grunnar holur ofan í jörðina. I einu búinu voru tófurnar svo vel tamdar, eftir því sem sagt er, að ein þeirra hljóp á móti húsbónda sínum, þegar hann kom inn í stíuna, og flaðr- aði upp um hann eins og hundur; hún lék sér í kringum hann, stökk upp í fangið á honum og sleikti hendur hans. þetta sýnir, að vilta eðlið hverfur smám saman, þegar dýrið fer að venj- ast' manninum og mætir aldrei öðru en góðu atlæti frá honum. í þjóðvinafélagsalmanakinu yfir þetta ár er stuttlega minst á refaeldi. það sem þar er sagt, er tekið eftir skýrslum frá Kanada; er talið, að þar séu um 430 eldisstöðvar, sem virtar séu á 4 milj. króna, og dýrin 13 milj. kr. Verðmæti þetta hefir sú dýrateg- und í náttúrunni skapað, sem hingað til hefir verið álitin verðlaus, óþörf og skaðleg. En í raun og veru eru það ekki viltu dýrin, sem gera mest tjón, heldur dýrseðlið í mönnunum sjálfum. II. Kunnugt er, að öllum brögðum er beitt til að útrýma tófunni hér á landi. Hún hefir verið tæld í gildrur og dýra- boga, skotin, bræld inni í grenjum og eitrað fyrir hana út á víðavangi o. s. frv. En þrátt fyrir allar þessar dráps- vélar og ofsóknir, hefir ekki tekist að gereyða henni. Flestar drápsaðferðirn- ar eru mjög níðingslegar og ekki sam- boðnar siðuðum mönnum, eitrunin tek-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.