Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 5
SKINFAXI 37 að eitra fyrir tófuna. Sennilega verð- ur erninum ekki bjargað, hvernig sem að er farið. Hrörnun kemur að jafn- aði í tegundina, þegar hún er að því lcomin að líða undir lok, svo hún get- ur ekki rétt sig við, en er dauðadæmd. Friðun valsins verður sennilega geymd þangað til það er um seinan, og hann er kominn að því að deyja út. Menn sjá það ekki fyr en um sein- an, hve mikla synd þeir drýgja gagn- vart náttúru landsins, með því að út- rýma einstökum fuglategundum. það gildir einu hvort fuglinn er kallaður ránfugl eða eitthvað annað, hann á til- verurétt engu síður fyrir það. Iíöfund- urinn að sköpun fuglanna, sem annara dýra í náttúrunni, er sá sami, og skap- aði manninn, og matborðið — jörðin — er hið sama fyrir mennina og skyn- lausar skepnur. Jörðin er móðir rán- fuglanna ekki síður en annara lifandi vera í náttúrunni, og þeir eru skapað- ir af mold, eins og maðurinn. íslendingar hafa aldrei fengið orð fyrir að vera sérlega náttúruelskir, enda ber framkoma þeirra þess ljósan vott, gagnvart náttúru landsins. Mönnum er mjög illa við sumar fuglategundirnar, jafnvel þó að þær séu til gagns og prýði. Einkum eru það ránfuglarnir, sem óspart hafa fengið að kenna á miskunnarleysinu, þurft hefir að taka það fram, með lög- um, að þeir skyldu ófriðhelgir. Sú skoð- un hefir því komist inn í meðvitund almennings, að ránfuglarnir væru skað- legir, réttlausir og réttdræpir. Um eitt skeið voru menn verðlaunaðir fyrir að drepa ránfuglana, og menn sáu sig aldrei úr færi að ræna eggjum þeirra og steypa undan þeim. Arðurinn af þessu var enginn, en samt höfðu menn ánægju af því. Yrðu menn þess varir að örninn dræpi lamb, komust allar hendur á loft til að ná lífi ræningjans, en ef maður drap tryppi úr hor, var það moldað í kyrþey. Ránfugladrápið nálgaðist meira og meira útiýminguna, áður en eitrunin kom til sögunnar, en með henni ætla menn nú að ná takmarkinu. G. D. ----o--- Refaeldi. i. Fyrir tæpum 10 árum síðan var byrj- að á að ala upp refi í Kanada. Nokkr- um mönnum kom það til hugar, án þess að hafa nokkra reynslu á að byggja. Tilraunir voru gerðar með blá- refinn og mórauða refinn. Blárefurinn, sem venjulega er kallaður silfurrefur, er blásvartur að lit, ýrður hér og hvar silfurhvítum hárum, með hvítan skott- broddinn. það var álitið að fyrirtækið borgaði sig, ef tækist að ala upp silfur- refina. Skinnin af þeim eru einhver þau beztu, sem til eru, og seljast fyrir geipiverð. Tilraunirnar stóðu yfir í 20 ár. Hvað eftir annað mishepnaðist refaeldið; menn urðu fyrir ótal vonbrigðum, en létu þó ekki hugfallast. Almenningur hló dátt að þessari heimsku, er það svo kallaði. Var alment álitið að tóf- an þrifist hvergi, nema frjáls og óháð úti í náttúrunni, og mundi því aldrei takast að hefta frelsi hennar, nokkr- um manni til gagns. þetta varð nú ekki til að hughreysta brautryðjend- urna, eða ýta undir þá að halda til- raununum áfram. En almannarómur lýgur nú stundum, og það sannaðist í þetta sinn. það var engum erfiðleikum bundið að halda lífinu í fullorðnu dýrunum, en að ala upp yrðlingana, það var þyngri þrautin. þeir drápust hvað eftir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.