Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1922, Blaðsíða 8
40 SKINFAXI flokkur (5 fyrstu menn sama félags), sem lægsta samanlagða raðtölu (stig) fær. Fyrstu fjögur skiftin sem hlaupið var, voru þátttakendur fáir og allir úr sama félagi (í. R.), en fimta sinnið kom þátttaka frá öðrum félögum, og þar á meðal tveim ungmennafélögum, sem slóu sér saman um þátttöku (U. M. F. Afturelding í Mosfellssveit og Dreng í Kjós), og unnu þau hlaupið þá (1920), og einnig næsta ár (1921), bæði einstaklinga og flokksverðlaunin. Og nú, síðastl. fyrsta sumardag, unnu þau enn í þriðja skiftið hlaupið, og nú með mestum yfirburðum yfir meðkepp- endum sínum. Með þessum þriðja sam- felda vinningi unnu félögin til fullrar eignar bikar þann, sem hingað til hefir verið hlaupið um, og gefið hafði Einar Pétursson kaupm.. Sveit A.-D., sem vann, fékk stigatöl- una 24; átti 1., 2., 5., 7. og 9. mann. II. sveitin, sem einnig var frá A.-D., fékk 65 stig; átti 10., 11., 12., 14. og 19. mann. III. sveitin var sveit I. R., fékk 70; átti 3., 8., 13., 22. og 24. mann. IV. sveit var frá glímufél. Ármann og fékk 72 stig, og V. sveit var frá Knattspyrnufél. Rvíkur, fékk 120 stig. þátttakendur í þessu hlaupi voru fleiri en nokkru sinni áður, eða 38. Tveir þeirra enduðu ekki hlaupið. Fyrstur varð sami maður og árið áður, Guðjón Júlíusson, og nú fullum 45 sek. fljótari en þá — 13 mín. 191/2 sek., — og var næsti maður mínútu á eftir, en f jórir, að minsta kosti, hlupu undir fyrra meti G., og er það ágæt framför. Hlaupið er um 4 rasta langt. Ungmennafélög í sveitum ættu endi- lega að leggja stund á víðavangshlaup, því engin íþróttagrein er eins auðæfð þar og fáar skemtilegri, ef skynsam- lega er æft. Ó. S. Saga Alþingis. Nýafstaðið Alþingi samþykti að láta rita sögu þingsins, frá stofnun þess. Á hún að vera minn- ingarrit í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis 1930. Gert er ráð fyrir að fyrsti kaflinn nái yfir árin 930—1264, þjóðveldistíma- bilið, annar kaflinn frá 1264—1800, og þriðji kaflinn frá 1845—1930. Gæti þetta orðið stórmerk bók, ef vel yrði til hennar vandað. Fyrir nokkrum árum var stungið upp á því að rita sögu forna þingstaðar- ins, og skyldi því vera lokið fyrir árið 1930. Var uppástunga þessi gerð með það fyrir augum, að þá yrðu þingvell- ir alfriðaðir. Saga Alþingis og saga þingvalla eru svo skyldar hvor annari, að þær falla alveg saman, á sumum sviðum, að minsta kosti það tímabil, sem þingið var háð á þingvöllum. En þó yrði þing- vallasagan frábrugðin hinni að ýmsu leyti. Hún yrði að sumu leyti bygð á rannsókn náttúrunnar á þingvöllum, og umhverfi þeirra, t. d. jarðfræði, lands- Iagi, gróðri, dýralífi o. s. frv. Ennfrem- ui' yrði hún að skýra frá eyðibýlum sem bygðum býlum, á þingvallalandi, og rekja sögu þeirra, lýsa þar lifnað- arháttum manna og búskap. þingvallafriðunin kom ekki til um- ræðu á þinginu í vetur, en þess má vænta, að næsta sporið, sem Alþingi stígur, til undirbúnings undir 1000 ára afmæli þingsins, verði það, að ákveða með lögum að þingvellir skuli friðhelg- ir frá árinu 1930. Undirbúningurinn, sem friðunin hefir í för með sér, tekui' ekki skemri tíma en undirbúningurinn undir útgáfu Alþingissögunnar. G. D. Prentvilla í síðasta tölubl. bls. 29 3. 1. a. o. er Heitt f. Feitt. Préntsriiiðjaii Acta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.