Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 3
S K I N F A X I 43 frábæra fræðimanns og alþýðufræðara á við ærið þröngan kost að búa, Hefir hún að vísu styrk af opinberu fé, *en hann er vægast sag’t skorinn svo við nögl, að það getur ekki heitið vanza- laust fyrii' þjóðina, þegar tekið er til- lit til þess, hvað G. H. hefir gert fyr- ir hana, bæði heima og erlendis. það eru miklar líkur til, að íslendingar hafi aldrei kunnað að meta G. H., en þeir ættu samt að kunna að þakka honum starfsemi hans, nú þegar hann er lát- inn fyrir nokkrum árum. Og líklega er engum skyldara að gangast fyrir því, að hans sé minst með þakklæti, en ungmennafélögunum. það væri því vel til fundið, að þau gengjust fyrir því, að fá gefin út rit hans, sem skrif- uð eru á íslensku, og með þeim hætti, að ekkja hans hefði einhvern hag af útgáfunni. það er sem Norðmenn hafi kunnað betur að meta G. H. en land- ar hans; það sést meðal annars á um- mælum Wexelsens þrándheimsbiskups, er kvað ísland ætti góð mannaráð, ef það mætti við því, að láta sér farast miður vel við slíkan mann og G. H. pað hefir og komið til orða, að ung- mennafélagar í Noregi gefi út eitthvað af þeim fyrirlestrum, sem hann hafði ritað á norsku. En því miður hafði hann ekki haft tíma til þess að ganga frá þeim til fullnustu áður en hann dó, og þess vegna fær ekkjan að lík- indum rýrar tekjur af því, er kemur út eftir hann á norsku. En sökum þess að nú eru erfiðir tímar og sala á bókum óviss, yrði að fara gætilega, og óhultast mundi reyn- ast að safna áskrifendum. Og það ætti ungmennafélögunum að verða vinnandi vegur, ef þau legðu léttan á. Með því móti ynnu þau sjálfum sér til sæmd- ar, þjóðinni gagn, og gerðu sitt til þess að halda á lofti minningu eins hinna ágætustu manna, er unnið hafa ungmennafélagshreyfingunni, og þar að auki fengju þau bæði styrkt og glatt ekkju hans. Áhættan þyrfti ekki að verða mikil, eða réttara sagt engin, ef ekki væri byrjað á útgáfunni fyr en nægilega margir áslcrifendur hefðu fengist. Og það eru meiri líkur til að áskrifendasöfnunin myndi ganga greið- lega, af því að G. H. átti marga vini meðal þjóðarinnar, og öllum myndi vera ljóst að hér væri gott rit á boðstólum eftir góðan mann og fróðan. S. Kr. P. ----o--- Þrastaskógur. þegar minst er á þrastaskóg, kemur manni ætíð í hug Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Ilann var einn þeirra manna, sem reisti sér veglegan minnis- varða hjá ungmennafélögunum, þegar hann afhenti þeim skóginn til eignar og umráða. Tryggvi var aldrei skráður í neitt ungmennafélag, en þó er óvíst, að nokkur annar maður, samtíða honum, hafi unnið hugsjón ungmennafélags- skaparins meira gagn, en einmitt hann. Öll störf hans í þágu lands og þjóðar, báru honum þess óræk vitni. Tryggvi hefði ekki orðið í vandræð- um með þrastaskóg, þó að hann hefði ekki gefið hann ungmennafélögunum. það sem réði mestu að skógurinn lenti hjá félagsskapnum, en ekki öðrum, mun hafa verið stefnuskrá ungmennafélag- anna. Hann sá þar hylla undir mörg nyt- söm fyrirtæki hjá æskulýðnum, er gætu orðið, í framtíðinni, til hins mesta gagns og sóma fyrir þjóðina. Gjöfin var þeim skilyrðum bundin frá Tryggva hendi, að ungmennafélög- in vernduðu og ræktuðu skóginn. Nú eru þegar 10 ár liðin síðan skógur- inn var girtur. Girðingin var traust,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.