Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 8
48 SKINFAXI Forskotshlaup. Fyrir skömmu var haldið hér(Iþrótta- félag Rvíkur) f orskotshlaup. 0g var þar fyrsta sinn, sem þess konar hlaup er hlaupið hér á landi. Vegalengdin var 4 rastir eða álíka vegalengd eins og víðavangshlaup í. R. þátttakendur voru 11, allir þátttakendur í víðavangshlaup- inu á fyrsta sumardag, og var þeim gef- ið forskotið eða forgjöfin, eftir því sem þeir höfðu komið að markinu þá, þann- ig, að sá sem fyrstur varð á víðavangs- hlaupinu, af þeim, sem þarna hlupu, fékk engan frádrátt frá vegalengdinni, — hljóp fullar 4 rastir, en hinir fengu allir frádrátt, og þess meiri, sem síðar höfðu komið að marki í víðavangshlaup- inu. Mestur frádráttur — eða forskot — var 276 stikur. Forskotið er gefið til þess, að allir hafi jöfn líkindi til sigurs, til þess sem sé, að gefa þeim, sem skemmra eru komnir og annars hafa engin líkindi til sigurs, einstaka sinnum tækifæri til að vinna sér verðlaun. Er þetta því ágætt meðal til að hvetja hina yngri. — En af því að forskotið var reiknað út eftir víðavangshlaupinu, sem fór fram mánuði fyr, kom það dálítið ójafnt niður, vegna þess að sumir höfðu hlaupið víðavangshlaupið lítt æfðir, en voru nú komnir í æfingu. Annars er það venjan, að skamta forskotið eftir bezta tíma, sem einstaklingurinn hefir náð það sumar, og fyrirgerir þátttakandi verðlaunum sínum, gefi hann upp of langan tíma vísvitandi. Fyrstur varð þorkell Sigurðsson, Álafosshlaupari (126 stika forgjöf), á 13 mín. 28,6 sek., næstur varð Ólafur Árnason (90 stika forgjöf, á |13 mín. 32,6 sek., og þriðji Ágúst Ólafsson. Sá sem hljóp alla vega- lengdina varð 14 mín. 50 sek., og náði engum keppenda sinna, og sýnir það hve misupplagðir menn eru, því hann hljóp Iróttaiim! Iimennatið! Vegna tilfinnanlegs skorts A íþróttatækj- um hér, liefi eg pantað dálítið af spjótum, kringlum, þolhlaupa- og stökk-skóm; einnig spjótsköttum. Verðið á spjótunum verðui' frá 14—16 kr. (unglingaspjót 10—12 kr.), á kringlunum frá 24—30 kr. (unglinga 12—15 kr.), og á skónum frá 23—26 kr. Varasköft- in kosta 6—7 kr. — Sent út um alt land. Áhöldin eru öll af beztu gerð (t. d. bezta teg. spjótanna með nikkileruðum stáloddi og póleruðu skafti) og frá beztu verksmiðju. r Olafur Sveinsson, Vatnsstíg 3. Reykjavík. víðavangshlaupið á 13. mín 53,8 sek., varð 3. þar. Ó. S. ----o---- íþróttir. Glímufélagið Ármann stendur nú fyr- ir hinu stærsta íþróttamóti fyrir alt landið, sem nokkurn tíma hefir verið haldið. Sækja það íþróttamenn úr öllum landshlutum. Mótið hefst 17. júní og stendur þangað til þann 25. Fleiri íþrótt- ir verða sýndar en áður. Skinfaxi mun flytja fregnir af mótinu við fyrsta tæki- færi. Iþróttafélag Reykjavíkur hefir ráðið hingað norskan kennara í útiíþróttum. Heldur það nú námskeið hér á íþrótta- vellinum og hefir boðið þátttöku í því íþróttamönnum hvarvetna af landinu. Félagið hefir útvegað þeim ýms hlunn- indi, svo sem ókeypis húsnæði í Reykja- vík meðan á námsskeiðinu stendur, út- vegað þeim afslátt á fargjaldi með skip- um Eimskipafélagsins. Er sú starfsemi félagsins því mjög til sóma. Prentsmiðjan Acta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.