Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 6
4 6 SKINFAXI lagsfund . ..............— 40.00 3. Kostnaður við Banda- lag-sstjórn .............— 25.00 4. Til fyrirlestra . . . . — 400.00 5. Til í>rój;ta.............— 200.00 6. Til heimilisiðnaðar . . — 200.00 7. Til húsmæðranámssk. — 150.00 8. Óráðstafað...............— 186.30 Samtals kr. 1341.30 X. Kosin Bandalagsstjórn: formaður: Björn Guðmundsson, ritari: Bjarni ívarsson, féhirðir: Kristján Davíðsson. Varastjórn: Guðm. Jónsson frá Mosdal, Jens Hólmgeirsson og Jóh. Davíðsson. Samþykt að halda næsta ársfund á ísafirði. I sambandi við fundinn voru fluttir 3 fyrirlestrar fyrir almenning, um: Hugsjónir og starf, Jens Hólmgeirsson; Ljósþrá, Kr. Júl. Kristjánsson; þjóð- rækni og umbótastefnur, Guðm. Jónsson frá Mosdal.. ----o---- Sambandsmál. Vestfirzku félögin urðu fyrst til að senda blaðinu skýrslu um bandalags- fund sinn. Birtist ágrip af henni á öðr- um stað í blaðinu. Fréttir af hinum hér- aðssamböndunum koma í næstu blöð- um. Við Eyjafjörð að austan og vestan starfa nú ellefu félög, með nær því 500 félagsmönnum. Ef slík þátttaka fengist í starfi voru alls staðar á landinu, þá gætu ungmennafélagar talist um átta þúsund. Nýtt ungmennafélag. Á Miðnesinu, hér syðra, var stofnað ungmennafélag 4. marz 1920. Stofnendur voru 20. Fé- lagið var nefnt U. M. F. Miðnesinga. Nú eru félagsmenn 40, bæði karlar og konur. Tízka. Á ársfundi Bandalags U. M. F. Vest- fjarða, sem haldinn var að Núpi í Dýra- firði dagana 7. og 8. aprílmánðar, var til umræðu mál, sem nefnt var ,,Tízka“. — Allir kannast nú orðið við, hvað orð þetta táknar í málinu, en færri munu gera sér ljóst, hverja þýðingu fyrir þjóðlífið hefir. þar eð þjóðirnar eru aðgreindar og hafa hver sín þjóðerniseinkenni, hver sína siði og háttu, sem beztu kennararn- ir í því efni: náttúrufarið og lífsskilyrði landsins hafa sniðið við hæfi barna sinna, þá virðist það bersýnilegur van- þroskavottur, að taka eftir öðrum þjóð- um annað en það, sem eykur nytsemi og prýði eða er til hagsbóta á einhvern hátt. Tímarnir breytast og menningin finnur upp og framleiðir margt nýtt, sem kröfur tímans heimta að notað sé. Er vafalaust rétt og sjálfsagt að taka góðri nýbreytni, enda þótt komin sé frá öðrum þjóðum, sé hún til búnaðarbóta. En þó að margt eftirbreytnisvert upp- götvist og þótt þjóðirnar læri margt hver af annari, sem til nytsemda horfir, er eg þess fullviss, að það er fjölmargt, sem landið, með náttúrufræðilegum og þjóðernislegum myndugleika heimtar að haldið sé í sem sél'eign, — og sumir álíta, að mjög megi fara nærri um styrkleika þjóðrækni eða ættjarðarást- arinnar á því, hve laust er í hug og hendi það gamla og góða, en opnar leið- ir fyrir útlent afhrak, sem spilli og tvístri gömlum og grónum þjóðvenjum og siðum. — Kvæðið hans síra Hall- gríms Péturssonar, ,,Aldarháttur“, get- ur verið skuggsjá þess tíma, — en tæp- lega myndi aldarháttarkvæði nútímans bera samtíðinni betri sögu. Við höfum á síðustu áratugum umhverft, að því er snertir ýmsa þjóðhætti, til ills og góðs.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.