Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 4
44 SKINFAXI S kinfaxi Utgefandi: Samb. Ungmennafél. lslands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. enda var hún öll úr járni, en árlega lask- ast hún 'samt vegna mikilla snjó- þyngsla á vetrum. Við hana hefir að vísu verið gert, en hún þarf umbætur árlega, ef vel á að fara. Ungmennafélög- unum ber skylda til að annast hana, því að undir henni er verndun skógarins komin. Félögin mega aldrei láta það undir höfuð leggjast að yrkja og verja þrastaskóg. Ef ekki er annars kost- ur, verða félögin að leggja einhver önnur störf til hliðar, meðan þau eru að koma tilhögun á ræktun skógarins í við- unanlegt horf. þrastaskógur er rúmar 140 dagsláttur að stærð. Hann liggur í miðri bygð, við Sogið og Álftavatn, í Grímsnesinu. Sogsbrúin er við suðurenda skógarins, um hana liggur fjölfarin akbraut frá Reykjavík og báðum verslunarstöðun- um í Árnessýslu, austur að Geysir. Skógurinn er þarna á takmörkum þriggja þéttbýlla sveita, og er því skamt frá bæjum. Lega hans er sú ákjósanleg- asta, er óvíst að nokkur skógur á land- inu liggi betur við samgöngum og rækt- un en hann. Jarðvegurinn í skóginum er ágætur, og skjól er þar fyrir öllum áttum. .Yrði járnbraut lögð frá Reykjavík austur um þvera Árnessýslu, lægi hún tiltölulega skamt frá þrastaskógi, hvort sem hún yrði lögð ofarlega eða neðar- lega um sýsluna. Allsherjar samkomustaður ung- mennafélaganna ætti að vera sjálfkjör- inn í þrastaskógi. þar ætti að vera nokkurskonar höfuðstaður félagsskap- arins. Sambandsþingið ætti að heyja þar og héraðsþing ungmennafélaganna í Árnessýslu, ennfremur samfundi og skemtifundi þeirra félaga, sem þangað nætu náð, o. s. frv. þessu verður ekki komið til leiðar með öðru móti en því, að ungmennafélögin reisi hús í þrasta- skógi. það er brýn nauðsyn, ekki einung- is vegna skógarins, heldur og líka félag- anna sjálfra. í sambandi við fundahöld félaganna í þrastaskógi skyldu haldnir þar fyrirlestrar, og námsskeið í íþrótt- um, skógrækt, matjurtarækt o. fl. 1 eða 2 vikur að vorinu, fyrir þá félagsmenn, sem hefðu kringumstæður til að dvelja þar svo lengi. Mann yrði að ráða til að annast um skóginn vor og sumar, ætti hann og jafnframt að geta haft þar greiðasölu á hendi, meðan umferð er sem mest um veginn. þegar þess er gætt, að mörg ung- mennafélög út um land hafa komið upp handa sér fundahúsum, má ætla, að þeim yrði létt verk að reisa eitt hús í þrastaskógi, ef öll félögin á landinu legðu saman og beittu sér fyrir því. Til þess að afla fjár til húsgerðarinnar hefi eg hugsað mér að félögin efndu til sam- skota, bæði innan og utan félags, og gengjust fyrir opinberum skemtunum, er þau kynnu að geta haldið í þessu skyni. Sambandssjóður ætti og að geta styrkt þetta fyrirtæki. þá væri og æski- legt, að ungmennafélögin í Árnessýslu, sem næst búa þrastaskógi gætu, að ein- hverju leyti int af hendi sjálfboðavinnu við byggingu hússins o. s. frv. Hér skal svo ekki rætt um það frekar, hve mikil nauðsyn það er fyrir framtíð þrastaskógar, að ungmennafélögin eigi þar hús. það er augljóst, að félagsskap- urinn á miklu hægari aðstöðu að sjá skóginum borgið í framtíðinni, en ella, ef húsinu yrði komið upp.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.