Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 7
S K I N F A X I 47 petta er raunar sama sagan, sem gerst hefir hjá öðrum þjóðum, sem endurtekur sig hér, því ekkert er nýtt undir sólunni. þjóðverj ar öpuðu eftir Frökkum á dögum Loðvíks XIV. Danir sömdu sig seinna að siðum þjóðverja, og langt er síðan' við Islendingar tókum að „dependera“ af hinum dönsku. Auð- vitað er það engin málsbót, því alt þetta byggist á grunnfærni hugsunarinnar, hégómaskap og yfirborðsmensku, hjá hvaða þjóð sem það gerist. — Við tökum ekki eftir því, hvað strá- ið, sem er að vaxa, stækkar á einum degi, ekki heldur hvað það fölnar mik- ið á einum degi, þegar það er á þeirri leið, en samt stækkar það og fölnar. þegar við erum á þroskaskeiði, tök- um við ekki eftir dagvextinum að öðru en þægindakendinni, sem því er sam- fara að vaxa og þroskast, og þegar við brjótum blessuð lífsboðorðin, vitum við oft ekki af því fyr en óþægindakendin kernur með viðvaranir sínar. þannig er það með þessa aðkomnu siðu, þeir koma nærri ósýnilegir eins og efnið í þokuna, gufan, en þegar hún þéttist, verður ekki ratljóst.----það er ekki orðið ratljóst í íslenzku þjóðlífi fyrir þessari kerlingalæðu! Skýr og glögg' hugsun og þekking á því, sem okkur hæfir og okkur er fyrir beztu, mun brátt eyða þokunni. það, að sumarsól sannrar íslenzkrar menningar komist sem fyrst í hágöngu, mun leysa þokuna upp með öllu. Eg heiti á alla unga íslenzka krafta nú með morgunsári sumarsins, að leggja máli þessu lið. Við þurfum að fá opin augun, — og fá aðra til að opna augun fyrir því afskaplega ósamræmi, sem nú tíðkast hér á landi í siðum og háttum, og vinna eindregið á móti því og byrja sjálfir að innleiða frónska siðu og háttu, fá listamenn í lið með okkur til þess að tryggja að bygt verði á fegurðarviti og næmleik. Gáum að því, að hér er um meira að ræða en smávægilegt „smekk“-atriði; hér er líka að ræða um sparnaðarmál, því útlenda tízkutildrið er sú versta ósparnaðarhít, og hana höfum við ekki efni á að fylla, en frónskan snýr sér að öllu sem innlent er fyrst og fremst, bæði hvað iðnað, klæðnað, mataræði o. fl. snertir. Fyrsta skilyrðið til þess, að eitthvað ávinnist í þessu efni, er að sem flestir snúi hug sínum að því með velvild og fórnfýsi, og þá ekki sízt hinir leiðandi menn þj óðfélagsins. I því trausti að svo verði, læt eg út- talað um málið að sinni. þetta eru ein- ungis örfá orð, sem eg vænti að Skin- faxi beri fyrir mig til félaganna út um land, ásamt eftii'farandi nefndai'áliti og fundarályktun Bandalagsfundarins: „Nefndin álítur að fulltrúarnir eigi að beita sér einhuga fyrir því heima í fé- lögum sínum, að útrýma eftir fremsta rnegni allri tízku, sem skaðleg er sannri íslenzkri menningu, svo sem: dýrum og óhaganlegum klæðnaði, ýmsum útlend- um siðurn og orðskrípum, sem leiða til spillingar fyrir íslenzkt þjóðerni, en búa að sínu, hvað mál, siði og klæðaburð snertir. — Samkvæmt ofanskráðu gerir nefndin svohljóðandi tillögu: „Bandalagsfundurinn felur stjórn Bandalags U. M. F. Vestfjarða að skrifa öllum U. M. F. samböndum út um land ítarlega um málið. Einnig að skrifa sambandsstjórn U. M. F. í. og skora á hana að útvega fyrirlesara, sem yrði á vegum allra ungmennafélaga Sambandsins til þess að tala fyrir mál- inu út um alt land“. (Samþ. í e. hlj.). Björn Guðmundsson. ----o---- Ungmennafélagar! Sendið sambands- stjórninni fréttir af félagsstörfunum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.