Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1922, Blaðsíða 5
SKINFAXI 45 þegar skógurinn fær vöxt og viðgang í skj óli friðhelginnar, ber hann með tím- anum þroskað fræ, sem sáir sér. út og festir rætur í skógarrjóðrunum. þenna nýgræðing gætu svo ungmennafélögin fengið eftir þörfum til gróðursetningar heima hjá sér. Hvort sem húsinu verður komið upp eða ekki í þrastaskógi, verða ungmenna- l'élögin áreiðanlega metin eftir því, hve mikla alúð og' rækt þau sýna skóginum — þessum minnisvarða, sem einn hinn merkasti maður þjóðarinnar reisti sér hjá félagsskapnum, og trúði honum fyr- ir að varðveita á komandi tímum. G. D. ----o--- 10. ársfundur Bandalags U. M. F. Vestfjarða var í þetta sinn háður að Núpi í Dýra- firði 7. og 8. apríl síðastl. Frá 11 félög- um, er nú starfa í Bandalaginu, voru mættir 16 fulltrúar. Héraðsþingi U. M. F. Norðurlands, er stóð þá sömu daga, var sent kveðju- skeyti, og sendi það Bandalagsl'undinum samskonar skeyti aftur. Fara hér á eft- ir helztu tillögur er fundurinn sam- þykti. I. Samþykt að skora á félögin að beit- ast fyrir aukinni þekkingu og skilningi á gildi ungmennaskólans á Núpi fyrir menningu héraðsins. II. Skorað á Bandalagsstjórn og Sam- bandsstjórn U. M. F. íslands að útvega hæfa fyrirlestramenn til að starfa á Bandalagssvæðinu næsta vetur. III. Bandalagsfundurinn tjáði sig fylgjandi auknum innlendum iðnaði og skoraði á félögin: a. að afla styrks væntanlegu tóvinnu- fyrirtæki á Vestfjörðum. b. að styðja að því, að heimilisiðnað- arsýningar verði haldnar í sem flestum félögum innan Bandalags- ins, sem Bandalagið veiti styrk til. IV. Samþykt að beita sér gegn allri erlendri tízku, sem skaðleg væri ís- lenzkri menningu og staðháttum. (Sjá grein á öðrum stað í blaðinu). V. Samþykt að Bandalagið stofni til húsmæðranámsskeiðs á komandi hausti. Námsskeiðið verði haldið að Núpi, styrkt af Bandalagssjóði og sótt um styrk til Búnaðai'sambands Vestfjarða og sýslufélga á Bandalagssvæðinu. VI. Urn bannmálið var þessi tillaga samþykt með öllum atkvæðum sam- hljóða: „þar eð nú liggur fyrir löggj afai'þingi þjóðarinnar frumvarp um xýmkun eða afnám bannlaganna, og líkur eru til, að á þessu ái’i verði málið lagt fyrir þjóð- ina til úi'skui'ðar með atkvæðagreiðslu, skorar Bandalagsfundur á ungmennafé- lögin að vernda heill og heiður þjóðai'- innan með stuðningi við bannstefnuna". Alþingi var og sent símskeyti um að láta ekki að hótun Spánvex-ja. VII. U. M. F. þróttur og Ái’vakur var falið að undirbúa héraðsmót á Isafii’ði í sumar, og að sjá um kappglímu næsta vetur. VIII. Samþykt að halda fjallamót 2. eða 9. júlí í sumar, — ef heiðskírt veð- ur fengist annan hvorn daginn, — á Vatnafjalli í Önundarfirði. IX. Samþykt fjái'hagsáætlun fi'á 1. apríl 1922 til 1. s. m. 1923. T e k j u r: 1. Tekjuafgangur frá f.á. kr. 837.60 2. Skattur félaganna . . — 403.70 3. Tekjur af Héi'aðsmóti — 100.00 Samtals kr. 1341.30 G j ö 1 d: 1. Skattur til Samb. U. M. F. ísl...........kr. 140.00 2. Kostnaður við Banda-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.