Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 1
8. BLAÐ BEYKJAYÍK, ÁUÚST 1922. XIII. ÁR Fyrirlestrar. — Eftirlit. Þaö var tilætlun Sambandsþingsins í fyrra að Sambandsstjórnin annaðist um að fluttir yrðu fyrirlestrar í félögunum víðsvegar um landið á næstu árum. Skyldi kept að því að hvert félag fengi a. m. k. einn fyrirlestur á ári. Þetta hefir ekki komast í framkvæmd síðasta ár, nema að litlu leyti. I vor stóð stjórnin í sambandi við tvö héraðssam- bönd um fyrirlestramenn, en af fram- kvæmdum varð ekki sökum þess að þeir fengust ekki á þeim tíma, sem hlutaðeig- andi félögum þótti best henta. Þetta er annars mjög algengt. Störfum manna til sveita er svo háttað, að á sumum tímum ársins er ekki unt að halda sámkomur og taka á móti fyrirlestramönnum. Oftast vilja félögin fá fyrirlestrana mjög á sama tíma. Og fyrirlestramenn stunda að jafn- aði einhver kenslustörf sem örðugt er að losna frá til langferða einmitt þann tíma sem félögin að jafnaði kjósa að tá þá. Þetta veldur örðugleikum, sem tæplega verða yfirstignir nema með því að Sam- bandið geti launað mann eða menn til fyrirlestra mikið af árinu og að félögin geri sitt til að veita þeim móttöku þó ekki sé á ákjósanlegum tíma. Tillaga um fastan starfsmann Sambands- ins er ekki ný en hún getur þó veriö til umræðu og athugunar engu síður. Það efar enginn að fyrirlestrarmenn geta blásið nýju fjöri að glæðum félags- skapar vors i mörgum skilningi. En fyrir þeim sem þetta ritar vakir margt fleira samhliða fyirlestrunum setn áhugasamur starfsmaður Sambandsins gæti komið í verk. Fyrirlestrar eru eitt af mörgu sem slíkum manni væri ætlað að hafa á hendi. Nú eru 11 smærri sambönd í U. M. F. Islands. Einn maður mundi geta heimsótt öll félögin á tveimur árum. Hann þarf að vera ráðunautur félaganna um stefnumál þeirra og störf, síhvetjandi og öruggur for- ystumaður, gefa og taka á víxl, flytja nýj- ar hugmyndir og bendingar frá einu félagi til annars, halda útbreiðslufundi þar sem margt er á félagsaldri utan félaganna, út- breiða Skinfaxa, sameina fylgi æskunnar við stefnuskrá félaganna, leiðbeina um öll félagsmál og leiðbeina í íþróttum. Það skal játað að tiltölulega fáir menn eru svo fjölhæfir sem þarf til þess að starfa svo sem hér er um mælt. En þeir eru til. Meiri hætta er á að Sambandið geti ekki launað slík störf svo sem vert er. Félögin þarfnast meiri samvinnu inn- byrðis en hingað til hefir átt sér stað, meiri kynningar hvert af öðru og tneiri uppörfunar frá Sambandinu. Að öllu at- huguðu virðist því iiggja beint fyrir, að Sambandstjórnin ráði sér sendimann, til þess að heimsækja þó ekki væri nema helming félaganna næsta vetur. Félögun- um þyrfti að tilkynna það með nægum fyrirvara, en af fyrri reynslu má vænta þess að þau greiði vel fyrir slíkum erind- reka og kappkosti að gera för lians góða. X.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.