Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 6
62 SKINFAXI þrætuefni og breytir rnjög aðstöðu félag- anna til samstarfs sín á milli, þá þykir lilýða að skýra hér nokkru nánar frá til- drögum breytingarinnar, ekki síður þareð málið skiftir einnig hvert einasta félag á öllu landinu, að meira eða minna leyti. Upphaflega náði fjórðungssamband Sunn- lendinga frá Hornafirði að Snæfellsnesi. Þá voru fjórðungaskil látin fylgja hinum gömlu amta takmörkum. Mjög örðugt var það félögunum að sækja árlega fjórðungs- þing um svo langan veg. Þannig liðu nokkur ár þar til Héraðssamband Austur- Skaftfellinga var stofnað og eru takmörk þeirrar sýslu einnig takmörk þess' og fé- lög þess fjögur. En enn var fjórðungs- sambandið of stórt og erfitt yfirsóknar. Var svo síðar myndað af hluta fjórðungs- ins Héraðssamband Vestur-Skaftfellinga og nær milli Skeiðarár og Fúlalækjar. Til þess teljast tíu félög. Hefir svo staðið nokkur ár, þar til í vor að fjórðungurinn var leystur upp eins og fyr var getið. Ætlast er til að skipun sambandanna verði þannig, að austanfjalls sé eitt og nái yfir Árnes og Rangárvallasýslur. Þar eru nú seytján félög og hafa nokkur þeirra lengi haft með sér sérstakt samband í í íþróttamálum — auk fjórðungssambands- ins — og hefir það beitst fyrir íþrótta- mótum féláganna í Þjórsártúni og stund- um haldið íþróttanámskeið. Því er síst að neita, að slík tvískifting gat skift störfun- um um of og skift félögunum, en kom þó ekki að sök og nú er það fyrirbygt með nýja skipulaginu. Lægi því beint fyrir, að upp úr þessum íþróttasamtökum yrði hið nýja héraðssamband stofnað. Annað héraðssambandið nær yfir Reykja- nesið frá Selvogi að Hvalfirði. Þar eru nú fjögur félög: í Reykjavík, Mosfellssveit, Kjósinni og eitt suður á Miðnesi. Miklu fleiri félög gætu verið í þessu sambandi, t. d. í Hafnarfirði, Keflavík, Grindavík og vfðar. Verður það án efa síðar meir þegar sambandið fer að geta lagt meira til útbreiðslu félagsskaparins en nú er gert. Þriðja sambandinu er ætlað að ná frá Hvalfirði að Hítará. Má gera sér bestu vonir um framkvæmdir þess, því að þar hefir áhuginn verið mestur á að smækka samböndin og enda starfað þar nokkur síðustu árin héraðssamband að sömu mál- um og þeim sem fjórðungssambandið hef- ir haft með höndum. Er því ekkert til fyrirstöðu að U. M. S. Borgarfjarðar taki beint við af fjórðungnum. Á jæssu svæði eru nú ellefu félög. Fjórða sambandið verður sunnanvert á Snæfellsnesinu, myndað af þremur félög- um. Fyrir því liggur engu minna landnám en Reykjanesfélögunum, j)ví að norðan- vert á Snæfellsnesi eru J)rjú mannmörg kauptún og stórar uppsveitir, þar sem engin sambandsfélög eru starfandi. Hafa J)ó íþróttamenn í Stykkishólmi og t. d. U. M. F. Dagsbrún í Miklaholtshreppi haft samtök um sameiginleg íþróttamót sem haldin hafa verið á víxl sunnan fjalls og norðan. Væri ef til vill leið til að stofna með slíkri framkvæmd til meiri samvinnu og skipulagsbundnari félagsskapar. Kostir nýja skipulagsins eru einkum j)eir, að alt samstarf félaganna verður auðveld- ara og kostnaðarminna. Héraðsstjórnir ná auðveldlega til félaganna til eftirlits og uppörfunar og J)ó að smáum samböndum sé hættara við upplausn en stórum J)á liggur J)að á verksviði Sambandsstjórnar U. M. F. I. að gefa gætur að starfsemi þeirra og ljá hverju Jæirra sitt liðsinni. Ekki er heldur ólíklegt að héraðssambönd |)essi geti eftir sem áður staðið saman að ýmsum framkvæmdum svo sem að hafa í sameiningu, tvö eða fleiri, bæði íjoróttamót, íþróttanámskeið heimilisiðnað- arnámskeið og sþifti á fyrirlestramönnum. Bráðabirgðastjórnir J)ær, sem fjórðungs- þingið kaus í vor til þess að blása lífs- anda í nasir hinna nýju smásambanda eiga nokkurt verk að vinna. Þær þurfa fyrir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.