Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 8
64 SKINFAXI Haust.mót nefna íþróttafélögin Ármann og Reykjavíkur kappmót það sem þau halda 27. þ. m. í Reykjavík. Keppendur eru um tuttugu. Aðal-íþróttirnar eru köst og hlaup. Veigamesta atriðið er 5 rasta hlaup og fær sigurvegarinn að verðlaun- um bikar einn er gefið hefir Halldór Sig- urðsson úrsmiður í Reykjavík. Arngrímur Olafsson heitir ungur list- málari. Hann er frá Ytra-Hvarfi í Svarf- aðardal við Eyjafjörð. Arngrímur hefir numið málaralist í Dan- mörku í mörg ár, fór þangað í þeim er- indum 1917. En þessi síðustu missiri hefir hann dvalið suður á Þýskalandi við fram- haldsnám í list sinni. Hann er nú nýlega kominn þaðan, hingaö heim til Reykja- víkur. Rit Guðnuiudai' Hjaltasonar. Sam- bandsstjórnin hefir 'nú látið prenta boðs- bréf að ritinu og sent það öllum Ung- mennafélögum auk margra annara vina hins látna. Hafa margir lofað stuðningi sínum til þess að útvega áskrifendur að ritinu. Eiga boðsbréfin með áskrifendum að vera komin til sambandsstjórnarinnar í byrjun nóvembermánaðar. Ef hvert Ung- mennafélag útvegar 10 kaupendur, þá ætti að mega gefa bókina út næsta vor eða seinni hluta vetrarins. Margir utan félaganna munu safna kaupendum og ger- ast áskrifendur. Ilins vegar ætti hverju félagi ekki að vera ofvaxið að útvega IO kaupendur til jafnaðar, slíkt ætti að vera fremur auðvelt þar sem hér er um mjög merka bók að ræða. Hljómlist.aliúsið. Lúðrafélögin í Reyk- javík fengu í vor þýskan kennara. Var þess getið hér í blaðinu. Undir stjórn hans hafa félögin sameiginlega kenslu og hljómleika sem eitt félag og nefnast nú Lúðrasveit Reykjavíkur. Þykir flestum mikið til koma þeirra framfara, sem síðan hafa orðið á leik sveitarinnar. En nú vantar hús til afnota fyrir hið nýja félag. Til þess að ráða bót á því, er efnt til fjársöfnunar með samskotum og merkja- sölu þegar hljómleikar eru haldnir. Er bæði maklegt og þarft að styrkja slikt fyrirtæki því að góð lúörasveit er mikils- verður þáttur í menningarstarfi bæjar, sem jafn fjölmennur er og Reykjavík. Húsið hefir verið teiknað og kostnaðar- áætlun gerð. Er því ætlað að standa sunnarlega við Tjörnina. íþróttamótið að Þjórsártúni. Ung- mennafélögin Austanfjalls gengust fyrir íþróttamóti að Þjórsártúni 1. júlí s. 1. Þar var kept í IOO og 800 metra hlaupi, lang- stökki og hástökki, íslenskri glímu og reipdrætt. Til þess að góður árangur geti náðst í útiíþróttum, þarf að laga völlinn töluvert, því hann er bæði of lítill og svo hallar honum það mikið, að ekki eru tiltök að ná verulega góðum árangri. — En sé tekið tillit til þessara galla og ennfremur þess, að allir sem þar keptu voru lítt æfðir, má telja árangurinn góðan. Glímt var um silfurskjöld »Skarphéðins« og vann Stefán Diðriksson á Minniborg hann. — Reipdráttur var á milli Rangæinga og Árnesinga, er Rangæingar unnu. Geta má Jiess að þennan sama dag var þjóðmálafundur að Þjórsártúni. Eins og vænta mátti voru joví margir Reykvíkingar Jaar, og nokkrir af þeim sjálfum sér til skammar en öðrum til skapraunar, sökum ölæðis, illinda, barsmíða og áfloga. íþróttavöllurinn í Reykjavík er orðinn gersamlega ónógur til þess sem hann er ætlaður. Svo mjög hafa íþróttaiðkanir aukist hin síðustu ár. Veitti ekki af tveimur slíkum leikvöllum. Knatt- spyrnufélögin eru það mörg, að þeim dugir tæplega einn völlur, en þó að svo verði nú að standa um sinn, þá er mesta nauðsyn á að gera handa þeim sérstakan leikvang, ef ekki á að komast kyrkingur í íþróttirnar í höfuðstaðnum. Préntsmiðjan Acta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.