Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 5
SKINFAXI 61 Guðjón Júlíusson. Að þessu sinni flytur Skinfaxi mynd af einum okkar ágæta íþróttamanni; hlaupa- garpinum Guðjóni Júlíussyni í Grafarholti. Guðjón kepti fyrst opinberlega í hlaupi á fyrsta sumardag 1921, í Víðavangshlaupi Iþróttafélags Reykjavíkur og vann það; það er um 4 km. og tíminn var 14,5 mín. 17. —20. júní í fyrra (1921) vann Guð- jón 5000 m. Víðavangshlaup á 19,8 mín. 5000 m. hlaup á hringbraut á 17 mín. og 1500 m. 4,28 mín. I ár 1922, hefir Guð- jóni fleygt frarn, og scst það best á því hvað hann hefir náð mikið betri tíma. Víðavangshlaupið í vor vann hann sömu vegalengd og í fyrra (4 km.) 13,19 mín. 1500 metr. á 4,25 mín. 5000 á 16,6 mín. og 10000 á 34,19 mín. Af þessu sést að hér er um verulegar framfarir að ræða, og slíkum framförum nær ekki nema samviskusamur íþrótta- maður. Síðasti sigur Guðjóns er sá að hann vann Alafosshlaupið í sumar. Guðjón er fæddur að Reynisvatni í Kjós 17. okt. 1899, hann er því enn á besta aldri, og allir sem þekkja Guðjón vonast eftir miklum framförum hjá honum. Guöjón er vel meðalmaður á hæð og svarar sér vcl, hann hefir afar snyrtilega framkomu og verður aldrei séð að sigur- inn stígi honum til höfuðs, hann er áhiiga- sanmr um æfingar þó hann eigi oft erfitt með að æfa, því hann er vinnumaður í sveit og því bundinn við dagleg störf allan ársins hring. Guðjón hefir sýnt mönnum það áþreifan- lega, að íþróttamenn koma ekki síður úr sveitum, heldur mun hitt sanni nær, að mun meiri veigur sé í sveitamönnum en kaupstaðabúum. Guðjón byrjaði ekki að æfa fyr en í febrúar 1921, og hafði áður ekki stundað íþróttir, en altaf haft mjög ganran af þeim. Enn leggur hann ekki stund á annað en hlaup en hver veit hvað síðar verður, því ekki eru nema 2 ár síðan hann byrjaði að æfa. Guðjón er afbragðs ungmenna- félagi og duglegur þar sem annarstaðar, ef hann beitir sér. M. S. Frá Sunnlendingum. Á fjórðungsþingi Sunnlendinga í U. M. F. I. var í vor gerð sú breyting á sam- starfi félaganna að fjórðungssambandið var leyst upp og samþykt að mynda í þess stað tjögur smærri sambönd. Sökum þess að skipulagsbreyting þessii sem hér var nefnd, hefir verið allmikið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.