Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 2
58 SKINFAXI íþróttan ámsskeið Iþróttafélags Reykjavíkur. I haust sem leið var tekið að ræða um það í Iþróttafél. R.víkur að halda nám- skeið í íþróttum í R.vík á komandi vori. Lauk þeim umræðum þannig, að ákveðið var að halda námsskeiðið og var kosin nefnd manna til að annast allar framkvæmd- ir. Skyldi leggja alt kapp á að piltar víðs- vegar af landinu gætu notið kenslunnar og þe]m gert sem léttast fyrir um að sækja námsskeiðið. Nefndin þurfti fyrst og fremst að útvega kennara, kenslustaði og kensluáhöld. Varð það að ráði, að leitað var til Christianía Turnforening < um að útvega hæfan mann. Þurfti hann einkum að vera vel fær í úti- íþróttum. Kristjaníu félagið tók málaleit- uninni mjög vel. Til ferðarinnar var ráðinn Reidar Tönsberg. Er hann sérstaklega duglegur í norskum fimleikum (turn), munu fáir standa honum þar á sporði. Björn Jakobsson fimleikakennari í Reykjavík, er var einn af nefndarmönnum, lofaði einnig Iiðsinni sínu eftir þörfum. Heima fyrir undirbjó nefndin einnig það er þurfti. Fekk hún leyfi fyrir íþróttavelli Reykjavíkur og fimleikahúsi mentaskólans. Einnig fekk hún til afnota húsrúm í stýri- mannaskólanum. I tveim kenslustofum þar var búin heimavist fyrir íjölda nemenda, en í einni fór fram munnleg kensla. Nem- endur urðu sjálfir að greiða fyrir ræstingu þar, en að öðru var þeim dvölin þar kostnaðarlaus. Fæði útvegaði nefndin nem- öndunum á ýmsum stöðum í bænum. Fyrir milligöngu nefndarinnar fengu nem- endurnir far á skipum Eimskipafél. ísl. gegn hálfu gjaldi. Iþróttaáhöld. svo sem kringlu, kúlu, spjót og fl. lagði íþróttafél. R.víkur sjálft til. Námsskeiðið hófst 16, júní. Sóttu það rúml. 30 nemendur frá ýmsum stöðum á landinu. Kenslunni var þannig hagað, að daglega voru fimleikar kendir frá kl. 9—11, en munnleg kensla frá kl. 11 —12 f. h. kl. 12—2 var hlé til borðhalds og hvíldar, en kl. 2—4 ýmsar íþróttir. Kl. 5—6 var kent sund annanhvorn dag, en hinn daginn aðrar íþróttir. Eitthvað var þó vikið frá þessu og stundin frá kl. 5—6 notuð til munnlegrar fræðslu. Sundkenslan fór fram í sundlauginni við R.vík og kendu þar bræðurnir Jón og Olafur Pálssynir. Auk þessa fengu nemendur þessa náms- skeiðs bæði munnlega og verklega kenslu í knattspyrnu. Kennari í þeirri íþrótt var Ben. G. Waage. Luku nokkrir piltar dóm- araprófi í Knattspyrnu. Halldcír Hansen, læknir flutti nokkra fyrirlestra fyrir nem- öndum, um heilsufræði. Loks hafði Steindór Björnsson fimleikastundir fáein kvöld, með þeim er það vildu. Alla kensluna fengu nemendur ókeypis. Síðustu kenslustundir þessa námsskeiðs voru þ. 10. júlí. en aö kvöldi þess dags var skilnaðarsamsæti í Iðnaðarmannahúsinu fyrir nemendur, kennara og aðra stuðnings- menn námsskeiðsins. Fór samsætið hið besta fram. Var þá lokið námsskeiðinu. Forgöngumenn námsskeiðs þessa hafa sýnt af sér mesta dugnað og framtakssemi, hafa þeir unnið mikið starf og gagnlegt endurgjaldslaust. Eiga þeir fyrir það ó- skifta þökk, eigi aðeins þeirra er kenslunn- ar nutu, heldur einnig allra þeirra manna er skilning hafa á íþróttum og notagildi þeirra. Aítlast er til að þeir nemendur er vóru á námsskeiðinu geti leiðbeint öðrum um íþróttir, hver í sínu , héraði. Má þannig vænta þess að margir njóti þar góðs af. Utiíþróttir eru vafalaust eitt af því sem þjóð vorri er nauðsyn að leggja rækilega stund á. Iín mjög er þó undir því komið, að þeir er þær vilja iðka fái þegar í byrjun skynsamlega leiðbeiningu hjá þeim er sæmilega þekkingu hafa á íþróttum og heilsufræði. A meðan ekki er til í landinu neinn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.