Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 7
SKINFAXI 63 haustið að hafa komið fullkomnu skipu- lagi á samstarf félaganna, samið lög fyrir héraðssatnböndin, fengið þau samþykt af félögunum og staðfest af Sambandsstjórn. Þá taka við hin jákvæðu störf samband- anna, svo sem væntanleg námsskeið í íþróttum, fyrirlestraferðir og eftirlit. Skinfaxi væntir mikilla framfara af hin- um nýju samböndum og býst við að geta flutt góð tíðindi frá þeim áður en langt um líður. X. Skýrsla. Bandalag U. M. F. Vestfjarða hefir sent Sambandsstjórninni skýrslu um störf sín á á árinu 1921, og hag í árslokin. Er það mjög fróöleg skýrsla og ánægjuleg, þar sem hún ber þess ljósan vott, að áhugi er mikill í félögunum og starfsþrek þeirra er óbrotið. Virðast þau harðna við hverja raun, og væri óskandi að fleiri gætu sent slíkar skýrslur. Hér fer á eftir útdráttur úr skýrslunni: Félagar eru nú 305 karlar og 149’ konur; alls 454. Fundir hafa verið haldnir alls 109. Handrituð blöð, eintök 53. Bindi bóka í bókasöfnum (3 félög) 128. Fyrirlestrar haldnir 17. Skemtanir haldnar 10. Skemti- og kynnisferðir farnar 4. íþrótta iðkendur 78. Skuldlausar eignir kr. 9731.56. Auk þess sem hér hefir verið talið hafa félögin látið margt annað gott af sér leiða. Félögin hafa oft mörg störf með höndum sem ekki eru sett í skýrslur. Eignir þeirra eru þarna metnar í krónum. Sú tala er ekki nema brot af eftirtekjunni. Aðal- árangur félagsstarfseminnar er sá félags- þroski sem æskulýðnum hlotnast undir merki stefnunnar. Og liann verður ekki metinn til fjár. Þrastaskógur. Tillaga Guðmundar Davíðssonar um að Ungmennafélögin reisi ferðamannahæli í Frastaskógi, virðist vera orð í tíma talað. Staðurinn er í þjóðbraut — rétt við braut- ina sem liggur úr Ölfusinu austur til Geysis og Gullfoss, yfir Grímsnes, Laug- ardal og Biskupstungur. Er þarna mikil umferð alt árið en auövitað langmest á sumrin. Væri þarna sæmilegur gististaður mundi aösókn ferðamanna verða mjög mikil. Til fyrirtækisins þyrfti nokkurt fé í byrjun. Hús þyrfti að reisa handa tutt- ugu gestum, ryðja auð svæði í skóginum og gera dálitla leikvelli, fá bát á vatnið svo að gestirnir gætu róið þar sér til skemtunar, ryðja gangstíga um skóginn o. fl. Mætti vafalaust koma þessu í fram- kvæmd næstu árin, ef félögin hér syðra beittust fyrir málinu. Skógarvörð þarf að setja þarna yfir sumarið til þess að verja skóginn skemdum frá ferðamönnum og virðist þess vegna brýn nauðsyn að hefjast handa þegar í vetur, til framkvæmda. íþróttaskólinn. Ungmennafélagar og þeii' einstaklingar sem lofað hafa eða ætla sér að styrkja Iþróttaskólann með fjársöfnun ættu að standa í sambandi við nefnd þá sem sambandsþingið kaus í fyi;ra til að safna fé til fyrirtækisins til næsta sambands- þings. Nefndina skipa Guðmundur Jóns- son, Jónas Jónsson og Jón Kjartanson. Utanáskrift til nefndarinnar er Iþrótta- skólanefndin Pósthólf 516, Reykja- vík. Gjalddagi Skinfaxa var 1. júlí.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.