Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1922, Blaðsíða 3
SKINFAXI 59 íþróttaskóli, veröur þessu best til vegar komið með námsskeiðum líkum því er hér er sagt frá. Nauðsynlegt væri að hafa íþróttanáms- skeið árlega í hverju héraði landsins. Heppilegast mundi að hafa þau í sveitum, mætti þar víða fá ágæta íþróttavelli, t. d. eggslétta harða völlu, er væru miklu hent- ugri og hollari en melarnir hér í R.vík, þótt talsvert hafi verið til þeirra kostað. Sundlaugar eru allvíða dágóðar, gætu víða verið ágætar. Hús til fimleika er ekki nauðsynlegt, þar sem kenslan 'ae'tti eingöngu að miðast við þær íþróttir sem hægt er að iðka undir beru lofti, Þær einar geta orðið algengar í sveitum landsins nú um langt skeið. Dvalarkostnaður þátt-takenda þarf ekki að verða meiri í sveitum en í R.vík, mundi sennilega verða minni að öllum jafnaði. Sennilega gætu þátt-takendur vistast á heimili þar sem þ'éttbýlt er á meðan að námsskeiðin stæðu, enda mun það hafa veriö venjan þar sem sundnámsskeið eða önnur íþróttanámsskeið hafa verið haldin í sveitum. Samfundur. Enginn nema sá, sem skilið hefur yndi sveitalífsins og engir nema Ungmenna- félagar geta skilið tilfinningar okkar Ung- mennafélaga úr Reykjavík, sem kbmum til samfundar við samherja okkar úr U. M. F. Stokkseyrar í Þrastaskógi 22. júlí. I Reykjavík, sem einn merkur útlending- ur hefir kallað »gorkúlubæ« býr nú 6. hluti þjóðarinnar. Mikill hluti jiessa fólks, sem komið er til vits og ára, þráir sífelt að komast upp í sveit, að »geta stigið fæti sínum á gras« þó ekki sé nema eina dagstund úr sumrinu. Meðal joeirra erum við ungmennafélagar. Það hefir verið venja okkar að fara á hverju sumri út úr bæn- um í félagi, en þetta mun vera lengsta ferðin, liðlega 60 rastir. Við höfðum látið boð ganga til félaganna austan fjalls um ferðina, eftir að hún var afráðin, en sökum þess hvað fyrirvarinn var skammur þá gátu þau ekki mætt að einu undanskildu, Stokkseyrarfélaginu. Að morgni kl. 6l/2 var lagt af staö í bifreiðum og komið austur að Þrastaskógi um kl. 11. Skömmu síðar komu nokkrir félagar frá Stokkseyri og fleiri síðar og voru alls á samkomunni um 80. Engin dagskrá hafði verið gerð en fram fór söngur, ræðuhöld, leikar og samræður á víxl. Veður var hið ákjósan- legasta allan daginn og fór skemtunin prýðilega fram. Seinast um kvöldið hélt flokkurinn nærri óskiftur niður að Olfusár- brú þar sem félögin skildu með þeirri sam- eiginlegu ósk að hittast aftur næsta sumar. Af jiessari tilraun U. M. F. Reykjavík- ur, til þess að kynnast félögum austan íjalls, getur margt gott sprottið í framtið- inni. Reynslan sýnir að svo hefir verið um ýmsa samfundi félaga annarsstaðar. Við Reykvíkingar vitum að minsta kosti að við hittum í sumar félag í Þrastaskógi sem vert er að kynnast, hjörtu sem slá fyrir sömu hugsjónum og okkar eigin — í Ungmennafélagi Stokkseyrar. Umhverfi Þrastaskógar er mjög fag- urt á alla vegu. Hann er stór gjöf göfugs manns. Ungmennafélagar verða að takast J^angað ferð á hendur til Jiess að skilja luig gefandans og verða menn að meiri. Skógurinn er á ncsi við Sogið litlu ofar en jrað fellur í Hvítá. Að norð- austanverðu myndar Sogið eins og stórt stööuvatn. l’ar safnast á svanir og endur með söngvum og kvaki. Er það til mikils yndisauka. I norðvestri rís Ingólfsfjall bratt og tröllslegt en Sogiö skilur skóglendið frá rótum þess og líður með lygnum og þungum straumi. Norðanvert við Ingólfs- fjall tekur við fagur fjallaklasi allfjarri: Botnsúlur, Armannsfell, Hrafnabjörg, Búr- fell, Laugardalsfjöllin og jöklar að baki þeim. I skóginum er mjög yndislegt að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.